Hitchcock og konan hans – Stikla

Síðar í mánuðinum er væntanleg mynd um bandaríska kvikmyndaleikstjórann Alfred Hitchcock, sem heitir Hitchcock og er eftir Sacha Gervasi. Myndin hefur þegar verið sýnd á til dæmis AFI kvikmyndahátíðinni ( American Film Institute ), en viðtökur gagnrýnenda þar hafa verið misjafnar. Myndin mun þó vonandi hvetja menn til að horfa á Pscycho, og jafnvel fleiri myndir Alfred Hitchock.

Hitchcock segir sögu Alfred Hitchcock og af sambandi hans við eiginkonu sína  Alma Reville, sem Helen Mirren leikur, en það er enginn annar en Anthony Hopkins sem leikur Hitchcock.

Sjáið glænýja stiklu hér fyrir myndina:

Að auki er komin „stuttmynd“ með atriðum úr myndinni og viðtölum við aðstandendur, en það er hægt að horfa á hana hér að neðan:

Og að lokum eru hér nokkrar myndir úr myndinni:

 

 

Helstu leikarar í myndinni eru þau Scarlett Johansson, Danny Huston, Toni Collette, Jessica Biel, Michael Stuhlbarg, James D’Arcy, Michael Wincott, Richard Portnow og Kurtwood Smith.

Myndin kemur í bíó þann 23. nóvember nk. úti í Bretlandi, en óvíst er með hvort og þá hvenær hún verður sýnd hér á Íslandi.