Bond bestur, Lincoln efnilegur

James Bond myndin Skyfall, er toppmynd helgarinnar í Bandarískum bíóhúsum, en myndin setti nýtt met fyrir Bond mynd í Bandaríkjunum eins og spáð hafði verið, og þénaði 88 milljónir Bandaríkjadala, samkvæmt bráðabirgðatölum, og alls eru tekjur myndarinnar um heim allan orðnar í kringum hálfur milljarður dala.

Bresku leikararnir Craig og Day-Lewis stóðu sig vel um helgina

Síðasta Bond met í Bandaríkjunum átti Quantum of Solace með 68 milljónir dala í tekjur á opnunarhelgi.  Í IMAX risabíóum setti Skyfall nýtt með mestu aðsókn á mynd sem er ekki frumsýnd að sumri.

Lincoln, nýja Steven Spielberg myndin með Daniel Day-Lewis í hlutverki Abraham Lincoln 16. forseta Bandaríkjanna, gekk einnig mjög vel, en myndin var einungis sýnd í 11 bíóum þessa helgi, en opinber frumsýningarhelgi hennar er næsta helgi.

Myndin þénaði 900 þúsund dali nú, eða að meðal tali 81,818 dali á hvert bíó, sem er langbesta niðurstaða helgarinnar að meðaltali.

Önnur aðsóknarmesta mynd helgarinnar var teiknimyndin um tölvuleikjatröllið Ralph, Wreck-It Ralph, og myndin um flugmannsalkóhólistann sem leikinn er af Denzel Washington, Flight, var í þriðja sæti. Argo, mynd Ben Affleck, gerir það einnig áfram gott á topplistanum, á fimmtu viku á lista.

Taken 2 er enn á topplistanum og nú í fimmta sæti, sem er frábær árangur.

Hér er listi yfir tíu aðsóknarmestu myndir í Bandaríkjunum.

Fyrir neðan listann er stikla fyrir Lincoln:

  1. Skyfall, 87, 8 milljónir dala.
  2. Wreck-It Ralph, 33,1 milljón dala.
  3. Flight, 15,1 milljón dala.
  4. Argo, 6,7 milljónir dala.
  5. Taken 4 milljónir dala.
  6. Here Comes the Boom, 2,6 milljónir dala.
  7. Cloud Atlas, 2,53 milljónir dala.
  8. Pitch Perfect, 2,5 milljónir dala.
  9. The Man With the Iron Fists, 2,49 milljónir dala.
  10. Hotel Transylvania, 2,4 milljónir dala.