Glænýtt plakat fyrir Hreint hjarta

Heimildarmyndin Hreint hjarta, sem fékk áhorfendaverðlaunin á Skjaldborgarhátíðinni, hátíð íslenskra heimildarmynda, á Patreksfirði fyrr á þessu ári, verður frumsýnd í Bíó Paradís og SAMbíóinu á Selfossi þann 12. október nk.

Kvikmyndir.is var að fá sent glænýtt plakat fyrir myndina, en mynd af aðalpersónu myndarinnar, séra Kristni Ágústi Friðfinnssyni, presti í Selfossprestakalli, prýðir plakatið.

Myndin er eftir Grím Hákonarson.
Söguþráðurinn er í stuttu máli þessi:

Kristinn Ágúst Friðfinnsson hefur verið prestur á Selfossi og nágrenni í 20 ár. Hann er litríkur persónuleiki sem er ekkert óviðkomandi þegar kemur að þjónustunni við sóknarbörnin. Kristinn þykir góður sálusorgari og margir leita til hans um hjálp. En á meðan hann leysir úr vandamálum annarra þarf hann að glíma við eigin vandamál og stendur í deilum við yfirvöld innan kirkjunnar.

Kvikmyndir.is mun birta ítarlegt viðtal við Grím um myndina á morgun sunnudag. 

Leikstjóri: Grímur Hákonarson
Handritshöfundur: Grímur Hákonarson
Aðalhlutverk: Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Klipping: Steinþór Birgisson, Grímur Hákonarson
Kvikmyndataka: Grímur Hákonarson
Hljóðhönnun: Huldar Freyr Arnarson
Tónlist: Hallvarður Ásgeirsson
Framleiðandi: Grímur Hákonarson
Meðframleiðandi: Rúnar Rúnarson
Framleiðslufyrirtæki: Hark Kvikmyndagerð
Meðframleiðsufyrirtæki: Víðsýn ehf og Halibut ehf
Sala og dreifing erlendis: Hark Kvikmyndagerð
Sala og dreifing innanlands: Hark Kvikmyndagerð