Taken 2 frumsýnd eftir 2 daga!

Liam Neeson er mættur aftur til leiks í Taken 2, en myndin verður frumsýnd í Smárabíói, Egilshöll, Laugarásbíói og Borgarbíói Akureyri á föstudaginn.

Myndinni er leikstýrt af Oliver Megaton sem hefur áður gert myndirnar Transporter 3 og Colombiana.  Luc Besson skrifar handritið að myndinni ásamt Robert Mark Kamen.

Í tilkynningu frá Senu segir þetta handritsteymi ætti að vera ávísun á góða mynd því þeir tveir, Besson og Kamen, skrifuðu einnig handritið að fyrri Taken myndinni.

Í myndinni segir af fyrrverandi CIA manninum Bryan Mills (Liam Neeson) sem fer með fjölskyldu sína í frí til Istanbul. Faðir eins hrottans sem rændi dóttur hans í fyrri myndinni hyggur nú á hefndir. Planið er að ræna bæði konu Mills og dóttur og láta hann verða vitni að því þegar þær verða drepnar, áður en þeir drepa hann! En það verður ekki svo auðvelt!

Kíkið hér á umfjöllun um Taken 3. Og hér er umfjöllun um Taken 1.

Stikk: