Augun poppa út í Járnhnefanum!

Fyrsta opinbera stillan hefur verið birt fyrir bardagamyndina The Man With the Iron Fists, en myndinni er  leikstýrt af engum öðrum en RZA sem er nú þekktari fyrir rappferil sinn (ásamt því að leika grjótharðan mannfjanda í Californication).

Maðurinn með Járhnefann skartar Russell Crowe, Lucy Liu, Pam Grier, David Batista og Byron Mann í aðalhlutverkum ásamt því að Eli Roth skrifaði handrit myndarinnar (og er víst með smá cameo eins og venjan er – óstaðfest!). Myndin fjallar um járnsmið sem hefur lifibrauð af því að búa til vopn þar til hann neyðist óvænt til þess að vernda íbúa þorpsins síns fyrir óvinum. Stilluna má sjá hér fyrir neðan og hún er eye-popping (bókstaflega).

Djöfulsins sturlun! Stiklan kemur út fyrir helgi og við munum fylgjast grannt með gangi mála. Stillan nær allavega að vekja áhuga minn, en myndin verður gefin út seint í haust.