Tom Green endurvekur rappferilinn

Ferill leikarans Tom Green hefur verið ansi misjafn í gegnum tíðina. Hann bæði leikstýrði og lék í Freddy Got Fingered árið 2001, en sú mynd hlaut hvorki meira né minna en 5 Razzie verðlaun, þar á meðal sem versta kvikmynd. Hann hefur annars farið mikinn í sjónvarpi ásamt því að leika í myndum eins og Road Trip og Charlie’s Angels. Hann var líka giftur Drew Barrymore í hálft ár (vel gert!).

Nú hefur hann ákveðið að endurvekja rappferilinn, en hann rappaði í hljómsveitinni Organized Rhyme undir nafninu MC Bones fyrir 19 árum síðan. Þeir gáfu út lagið Check The O.R. árið 1993 sem hlaut m.a. Juno verðlaun sem besta lag. Nú hefur hljómsveitin endurútgefið lagið og Green hefur ákveðið að fara skrefi lengra með rappferilinn en fyrir tveimur áratugum síðan.

Þetta minnir mig smá á Joaquin Phoenix málið (þeir eru örugglega svipað klikkaðir). Þrátt fyrir allan skítinn sem Tom Green hefur fengið á sig í gegnum tíðina þá hefur mér alltaf fundist hann fáránlega nettur og Freddy Got Fingered er djöfulli góð mynd! Og veistu..ég hef heyrt verri lög: