Áhorf vikunnar (28. nóv-4. des)


Það styttist í hátíðirnar og það þýðir aðeins eitt fyrir grjótharða kvikmyndaáhugamanninn: Die Hard fer bráðum í tækið! Og kannski Die Hard 2 líka, ef ekki þá Nightmare Before Christmas eða Bad Santa.

Ojæja, burtséð frá jólamyndasmekknum ykkar þá megið þið núna fara að deila með okkur það sem þið hafið glápt á nýlega, jafnvel þótt þið séuð á fullu í prófum eða spólandi í hálkunni.

Bíójólin eru allavega byrjuð (og greinilega sá tími ársins þar sem Nicolas Cage er alls staðar!); Arthur Christmas var frumsýnd síðustu helgi og Harold & Kumar þá næstu. Svo kemur Tom Cruise fljótlega sveiflandi í nýjasta ómögulega verkefni sínu.
En þangað til skuluð þið ekki vera feimin.

Lát nú heyra í ykkur og munið:
TITILL – EINKUNN
KOMMENT

Léttara verður það ekki.