8 verstu teikni-myndasögumyndirnar

Ég hef tekið eftir umræðum á veraldarvefnum þar sem menn og konur keppast um að ræða sín á milli hver sé versta kvikmyndin byggð á teiknimyndasögu. Það er greinilegt að kvikmyndaáhugafólk hefur af nógu að velja þegar þessi umræða er annars vegar. Fjölmargar síður hafa birt sína botnlista og hér er einn af þeim. Athugið lesendur góðir að umfjöllunin er mjög svo lituð af mínum skoðunum.

8. Superman Returns
Superman Returns er hræðileg mynd. Tveir og hálfur klukkutími af Superman að vorkenna sjálfum sér á meðan að ósannfærandi karakterar (lesist: Kevin Spacey sem Lex Luthor og Kate Bosworth sem Lois Lane) keppa sín á milli um hver geti látið áhorfandann vera óglatt yfir frammistöðu þeirra. Ef þú spyrð sjálfan þig – manstu eitthvað eftir því hvað gerðist í myndinni ? Þá er svarið væntanlega nei, mest lítið. Persónulega man ég eftir nokkrum jöklum hér og þar. Superman stoppaði líka farþegaþotu á hafnaboltavelli. Þetta er Superman – það ætti ekki að vera erfitt að búa til alvarlega góða mynd um þennan gæja. Sem Superman fan verð ég að segja að ég er mjög, mjög svekktur með þessa mynd.

7.Superman III
Ég held áfram að hrauna yfir Superman. Þetta er án alls vafa steiktasta Superman myndin þarna úti. Þessi mynd er algert bull frá upphafi til enda. Illa skrifuð, illa leikin, lélegir djókar. Richard Pryor er high as a kite. Ég þarf ekki að segja meira. Það versta er að ég á báðar myndirnar (OK, ég á allar Superman myndirnar) á DVD.

6.Daredevil

Ben Affleck er fáviti. Horfið bara á þessa mynd hérna til hliðar. Ég hef aldrei getað tekið hann alvarlega, sérstaklega með þessi horn í Daredevil. Ég verð pirraður á því að skrifa um þessa mynd, hvað þá horfa á hana. Hræðilega illa skrifað handrit, ljótar tæknibrellur, ljótt allt. Colin Farrell er líka vondi kallinn. Þessi mynd er samansafn af tools.

5.The Spirit

Það er ástæða fyrir því að ég skelli mynd af Eva Mendes hérna upp, jeeee buddy – hún er það eina góða við þessa mynd. Þessi mynd er ekkert annað en Hollywood framleiðendur að reyna að græða pening. Þeir nenntu greinilega ekki að taka green-screenið eftir Sin City niður alveg strax þannig að þeir ákváðu að skjóta The Spirit í staðinn. Flott lúkk og stórir leikarar en sagan er slöpp og myndin er algert flopp.

4.Superman IV: The Quest For Peace
Superman I var geggjuð. Superman II var allt í lagi. Superman III var léleg. Hvað var Superman IV fara að verða eitthvað annað en ömurleg ? Superman IV er til skammar fyrir Superman franchise-ið, til skammar fyrir Hollywood og til skammar fyrir allar aðrar myndir byggðar á teiknimyndasögum þarna úti. Hún kemur svörtu orði á genre-ið. Sviðsmyndin var greinilega byggð af bjána með boxhanska og plottið er gjörsamlega út í hött. Superman IV olli því að það liðu 10 ár áður en einhver þorði að búa til aðra Superman mynd, svo slæm er hún.

3.Ghost Rider
JESS hugsa eflaust margir! Það elska allir kvikmyndaunnendur að hrauna yfir Ghost Rider! Hún er líka rusl! Það er samt bannað að hrauna yfir Eva Mendes í þessari mynd. MMMMmm Eva Mendes.

2.Catwoman
Ég ætla ekki að reyna að neita því, hugmyndin á bakvið Catwoman er góð – Halle Berry í latex. Klárlega. En þar endar það eina góða við þessa mynd. Framleiðendurnir fengu greinilega 5 ára gamalt barn til þess að skrifa handritið og leikstýra þessu því, guð minn góður, lokaútgáfa myndarinnar er vægast sagt rusl. Rusl rusl rusl rusl. Það þarf ekki að segja meira, allir sem hafa séð Catwoman vita hvað ég er að tala um.

1.Batman og Robin

Að sjálfsögðu. Bjóstu við einhverju öðru, lesandi góður ? Batman & Robin var svo slæm að henni tókst að drepa Batman franchiseið (Superman IV anyone?) og ekki bara það, heldur tókst henni að myrða kvikmyndir byggðar á myndasögum í mörg ár – enginn þorði að setja pening í annað svona verkefni eftir að hafa séð þessa skítahrúgu. Sem betur fer var einn maður á hnettinum með nógu stórar hreðjar til að búa til almennilega Batman mynd (ég er að tala um Christopher Nolan) en við þurftum að bíða í 8 ár eftir því. 8 löng ár með Batman & Robin á bakinu. Þetta er erfitt líf. Það var því mjög ljúft að sjá Joel Schumacher biðjast afsökunar á því að hafa búið til Batman og Robin (!) fyrir nokkrum árum síðan. Já, þú last rétt. Hann baðst afsökunar, sjá hér: watch?v=r6epsGrcuTs&feature=related.

Let’s kick some ice. Sjitt.

Hvað finnst þér ? Ertu sammála listanum mínum ? Eða vilt þú bæta einhverri mynd við ?