The Gray: Liam Neeson slæst við úlf

Ný stikla er komin á netið fyrir myndina The Grey. Myndin segir frá starfsmönnum olúborunarfyrirtækis, sem lenda í flugslysi og týnast í óbyggðum Alaska. Leikstjóri myndarinnar er Joe Carnahan, sem síðast gerði hina vanmetnu The A-Team, og þar áður Smokin’ Aces og Narc. Liam Neeson leikur aftur aðalhlutverkið, og er það ekki minna hörkutól en hann hefur vanið sig á að túlka á undanförnum misserum. Myndin er þó mun jarðbundnari en td. The A-Team var, og er því Carnahan að vissu leyti að snúa aftur til róta sinna.

Áætluð opnunardagsetning í Bandaríkjunum er 27. janúar, sem er á svipuðum tíma og td. Taken og Unknown komu út og gengu vel. Hinsvegar eru núna uppi vangaveltur um að færa dagsetninguna fram yfir áramótin, til að gefa Neeson séns á óskarstilnefningu. Þannig að dreifingaraðilarnir hafa allavega trú á myndinni. Sýnishornið er hér, gjörið þið svo vel: