Daryl Hannah handtekin enn á ný eftir mótmæli

Kvikmyndaleikkonan og aðgerðasinninn Daryl Hannah var handtekin fyrir utan Hvíta húsið í Washington í gær. Hannah var færð í varðhald, eftir að hún tók þátt í mótmælastöðu til að mótmæla stækkun á olíulögn sem liggur frá Keystone XL tjörusöndunum í Kanada til Oklóhóma í Bandaríkjunum.
Ef lögnin fær samþykki bandarískra yfirvalda þá mun pípulögnin verða framlengd niður á strönd Mexíkóflóa.
„Við erum hér að mótmæla ekki bara þrælahaldi, heldur að segja nei við tjöru sandi, olíu og nei við Keystone lögninni,“ er sagt að Hannah hafi sagt á mótmælunum.
Um 100 manns tóku þátt í aðgerðunum, sem fóru fram á gangstétt fyrir framan 1600 Pennsylvania Avenue.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Hannah beitir sér í þágu umhverfisins, og endar í fangelsi. Leikkonan, sem þekkt er fyrir hlutverk sín í myndum eins og Roxanne og Splash, var síðast handtekin árið 2006 eftir að hún hlekkjaði sig við hnotutré í þrjár vikur til að mótmæla eyðingu stærsta bóndabæjar í þéttbýli, í sunnanverðum miðbæ Los Angeles.
Þá var hún handtekin árið 2009 þegar hún mótmælti námu sem var að eyðileggja fjallstopp.

Stikk: