Spy Kids 4: Ný gagnrýni!

Tómas Valgeirsson fór í bíó um helgina og sá myndina Spy Kids 4: All the Time in the World. Myndin er svokölluð fjórvíddarmynd og er bæði í 3D og með lyktarspjöldum sem áhorfendur þefa af ákveðnum stöðum í myndinni, og finna þá sömu lykt og persónurnar í myndinni finna.

Tommi gefur myndinni 3 stjörnur af 10 mögulegum, og yfirskriftin er: Beint á vídeó með svona lagað!. Hann skrifar gagnrýnina sem opið bréf til leikstjórans og segir meðal annars: „Alveg síðan ég get munað eftir hef ég verið einlægur aðdáandi þinn. Handritshæfileikar hafa aldrei verið miklir (þess vegna eru bestu myndirnar þínar byggðar á efni einhvers annars) en því hefur verið oft – en ekki alltaf – bætt upp með hörkufínu afþreyingargildi og skemmtilegu ofbeldi. Það er hálf sársaukafullt að horfa upp á mann eins og þig breytast í einhæfan og metnaðarlausan barnamyndaleikstjóra sem virðist ætla alltaf að slá tvær flugur í einu höggi með þessum krakkamyndum, með því að gera þær nógu ódýrar til að þær skili auðveldlega inn hagnaði og líka til að vera besti pabbi í heimi með að segjast gera þær fyrir börnin þín (öll fimm),“ segir Tómas meðal annars.

Smellið hér til að lesa umfjöllunina í heild sinni.