Vélbyssu-predikarinn kominn með plakat

Nýtt plakat er komið út fyrir nýju Gerhard Butler myndina, sem frumsýnd verður á kvikmyndahátíðinni í Toronto nú í september. Myndin heitir Machine Gun Preacher, eða Vélbyssu predikarinn, og er sannsöguleg mynd um Sam Childers sem sneri við blaðinu, frelsaðist og hvarf frá því að vera eiturlyfjasali og mótorhjólahrotti, og fór til Súdan að hjálpa barnahermönnum úr ánauð.

Butler leikur að sjálfsögðu Childers, með vígalegt skegg og enn vígalegri vélbyssu, eins og sést ef þú skoðar plakatið hér fyrir neðan.

Myndinni er leikstýrt af Marc Forster sem leikstýrði The Quantum of Solace, en hann er þessa stundina að leikstýra World War Z í Skotlandi. Á meðal leikenda ásamt Butler er Michelle Monaghan, sem síðast sást í Source Code og Kiss, Kiss, Bang, Bang.

Machine Gun Preacher verður frumsýnd opinberlega 18. nóvember nk.