Getraun: Enter the Void

Á morgun gefur Græna Ljósið vægast sagt spes og trippaða mynd út á DVD, en það er hin margumtalaða Enter the Void, eftir Gaspar Noé.

Sagan gerist í Tokyo þar sem Oscar (Nathaniel Brown), ungur bandarískur dópsali lifir lífinu að vild, oft á eigin söluvarning. Hann fær Lindu (Paz de la Huerta), systur sína til að flytja til sín, en foreldrar þeirra létust í hryllilegu bílslysi. Eitt kvöldið fer Oscar með vini sínum Alex (Cyril Roy) á barinn The Void til að selja Victori (Olly Alexander) dóp. Victor virðist allur á nálum og kveður Oscar með orðunum: Fyrirgefðu mér. Stuttu seinna fyllist staðurinn af lögreglumönnum og eftir að hafa flúið inn á klósett er Oscar skotinn til bana.
Handann dauðans flýtur hann yfir Tokyoborg og minnist liðinna atburða úr lífi sínu, slyssins, hvernig honum og systur hans var skipt á mismunandi fósturheimili og loks atburðanna sem leitt hafa til dauða hans. En eitt stendur upp úr, loforð hans til Lindu að hann muni aldrei yfirgefa hana. Og hvort sem hann er dauður eða ei, mun hann standa við það.

Til að gefa ykkur smá mynd af því hversu trippuð þessi mynd er, þá bendi ég á upphafscreditlistann – sem á ýmislegt sameiginlegt við Kanye West vídeóið All of the Lights:
(Fjörið byrjar á 1:07)

Jebb…

Allavega, ef þú hefur áhuga að eignast þessa athyglisverðu mynd þá þarftu ekki að svara spurningu heldur bara að senda mér póst á tommi@kvikmyndir.is og segja í rauninni hvað sem þú vilt. Það segir sig sjálft að þeir sem taka sig tíma í að senda þennan póst hafi áhuga að vinna myndina svo ég læt það bara duga. Nettar páskakveðjur gætu verið stór plús, og þær þurfa ekki einu sinni að vera jákvæðar. En ATH. AÐEINS ÞEIR SEM ERU 18 OG YFIR MEGA TAKA ÞÁTT!! (skv. Smáís fékk myndin 18 ára stimpil (sem er ekki óverðskuldaður svosem) sem þýðir að við megum ekki gefa yngri notendum myndina)

Af sökum þess að það eru þrír leikir í gangi núna væri þægilegra ef þið mynduð nenna að merkja póstinn „Enter the Void.“ Þessi „leikur“ minn Ég dreg svo út seinnipartinn á morgun, og svo aftur á laugardaginn. Það er fínt magn í boði.

Annars segi ég bara Gleðilega páska og allt það thingy.

Kv.
T.V.

PS. Ég dýrka þennan póster. Veit ekki af hverju…