Topp 20 ógurlegustu skrímslin

Jameson Cult Film-klúbburinn stóð á dögunum fyrir netkosningu og kusu rúmlega 4000 meðlimir klúbbsins um ógurlegustu kvikmyndaskrímsli allra tíma. Efst á lista lenti geimveran óhuganlega úr Alien frá árinu 1979, en samkvæmt talsmanni klúbbsins komu niðurstöður skemmtilega á óvart.

„Það má til gamans geta að fjórar af fimm efstu myndunum voru gerðar fyrir meira en 24 árum. Skrímslin eru fyrir löngu orðin sígild og lifa greinilega góðu lífi. En það sem kom mest á óvart var að hin klassísku skrímsli síðustu 100 ára, á borð við vampírur, varúlfa, King Kong og Godzilla voru líklegri til að svæfa fólk heldur en hræða.“

Listann má sjá í heild sinni hér fyrir neðan, en hvað finnst ykkur um niðurstöðurnar?

1. Alien – Alien

2. Jaws – Jaws

3. Predator – Predator

4. The Creeper – Jeepers Creepers

5. The Fly – The Fly

6. Crawlers – The Descent

7. The Thing – The Thing

8. Werewolves – Dog Soldiers

9. T Rex- Jurassic Park

10. Count Orlok – Nosferatu

11. T-1000- T2: Judgment Day

12. Gremlins – Gremlins

13. King Kong – King Kong

14. The Creature – Cloverfield

15. Triffid – Day of the Triffids

16. Godzilla – Godzilla

17. Frankenstein – Frankenstein

18. Bugs – Starship Troopers

19. Creatures – Monster

20. Worms – Dune

– Bjarki Dagur