Nóg af miðum eftir!

Í kvöld ætlum við að halda forsýningu á nýjustu mynd Davids Fincher, The Social Network, sem er einnig þekkt undir nafninu „Feisbúkk myndin.“ Sýningin verður kl. 20:00 í sal 1 í Smárabíói (400 sæti), rúmlega tveimur vikum á undan almennum sýningum á Íslandi og tveimur dögum á undan frumsýningu í Bandaríkjunum. Þetta verður EINA hlélausa (for)sýningin á myndinni. Miðaverð er 1300 kr.

Hægt er að kaupa miða í gegnum netið (smellið hér). Ef þið eruð ekki með kreditkort verður boðið upp á það að kaupa miða í miðasölu Smárabíós í kvöld. Þar verða seldir miðar frá kl. 6. ATH. NÓG EFTIR!

The Social Network er saga um stofnendur samskiptavefsíðunnar Facebook. Haustnótt eina árið 2003, settist Harvard nemandinn og forritunarsnillingurinn Mark Zuckerberg niður við tölvuna sína til að byrja að vinna að nýrri hugmynd. Hugmyndin vex upp í að verða alheims samfélagskerfi, og bylting í samskiptum. Sex árum og 500 milljón „vinum“ síðar er Mark Zuckerberg orðinn yngsti bandaríski milljarðamæringur í sögunni…en velgengnin hefur líka í för með sér persónuleg og lagaleg vandamál. Með aðalhlutverk fara þeir Jesse Eisenberg (Adventure- og Zombieland), Andrew Garfield (nýi Spider-Man) og Justin Timberlake (dö).

Myndin þykir algjört skylduáhorf að mati stjórnenda síðunnar og erlendir dómar virðast ekki elska myndina neitt síður. Kíkið hér á það sem menn hafa verið að segja:

4/4
„Movie of the year!“ – Rolling Stone

9.5/10
„A brilliantly layered film … another home run for Fincher and about as close to perfection one can hope for with such a complex tale.“ – ComingSoon.net

5/5
„A mesmerizing, bewildering and infuriating protagonist makes this movie about Facebook’s creation a must-see.“ – Hollywood Reporter

4/4
„Eisenberg and Garfield have terrific chemistry as friends who
become enemies – and Timberlake lights up the screen playing Sean Parker. Add in the crisp direction by David Fincher and a smart, funny script by Aaron Sorkin and you’ve got one of the year’s biggest winners. The film’s status is – see it!“ – STAR

4/4
„We see movie after movie without seeing one that really moves. At once stealthy and breathlessly paced, The Social Network scoots at a fabulous clip. Its tone is rueful, skeptical, bittersweet. The movie is beautiful, tantalizing, and deft. An unlikely marriage of directorial and writerly sensibilities has produced one of the most stimulating films of the year.“ – CHICAGO Tribune

Vonum að sjá sem flesta á sýningunni. Ef sótt er vel á þessa gæti það leitt til fjögurra forsýninga á næstu mánuðum. Segi ekki hvaða myndir við erum að pæla í, a.m.k. ekki strax.

Ég minni á eftirfarandi punkta:

– David Fincher
– Hlélaus sýning
– 16 dögum fyrir frumsýningu hérlendis

Hvað meira þarf til að gefa kvikmyndaáhugamönnum áskrift að eðal bíókvöldi?

T.V.

Nóg af miðum eftir!

Það styttist í þessa mögnuðu forsýningarhelgi okkar og það er enn hellingur af miðum eftir. Á Facebook-síðu okkar erum við með smá atkvæðigreiðslu um hvort fólk vilji POWERsýningar eða ekki, og flestir virðast vera þar á einni skoðun. Eins og stendur lítur út fyrir að Scott Pilgrim og The Expendables verði sýndar með hljóðið í botni, þannig að búið ykkur undir massafjör!

Ég minni kreditkorthafa á þennan link, þar sem þeir geta keypt miðana sína beint. Annars er líka gott að senda bara á mig tölvupóst og biðja um að taka frá x marga miða.

Á föstudaginn (semsagt Scott Pilgrim-sýningunni) verða mismunandi raðir í miðasölunni. Okkar miðasala byrjar kl. 23:00 og þar geta menn bæði keypt sér miða á staðum og sótt fráteknu miðana sína. Þeir sem kaupa á netinu eiga séns á betri sætum þar sem þeir fara eflaust fyrr í salinn.

Annars lítur út fyrir að Kvikmyndir.is hafi enn einu sinni valið eitthvað af viti til að forsýna. Þegar þessi texti er skrifaður er Scott Pilgrim komin með 82% á RottenTomatoes.com og 98% á CrazyCritics.com.

The Expendables er talsvert á eftir (50% á Rotten, 86% hjá CrazyCritics), en allir kvikmyndaáhugamenn vita hvort sem er að svona einfaldar harðhausamyndir hafa aldrei hitt í mark á mörgum gagnrýnendum (lítið t.d. bara á The A-Team, sem gagnrýnendur algjörlega drulluðu yfir).

Endilega rennið hér yfir nokkrar marktækar umsagnir:

10/10
„SCOTT PILGRIM VS. THE WORLD is the rare comic adaptation this is every bit as groundbreaking as its inspiration. The music will make your feet tap, the battles will make you cheer, the romance will warm your heart and, in the end, this movie will kick your ass. It’s one of the best films of the year and a movie I just absolutely loved.“
– Joblo.com

9,4/10
„This is a great movie from a great filmmaker. And people turn into coins when defeated. If that’s not a winning combination I don’t know what is.“
– CHUD.com

3.5/4
„Terrific, knowledgable send-up of comic books and video games.“
– Reelviews.net

4/5
„A total blast. A wild comic journey into the head of a true original.“
– Box Office Magazine

„THE EXPENDABLES is a testicular masterpiece of manish awesomery!!!“
– Harry Knowles, Aint it Cool News

„This is action as timeless as the reptilian brain.“
– Village Voice

„The body count is high and the personalities click in this old-school testosterone fest.“
– Hollywood Reporter

„Fathers, don’t let your sons grow up without The Expendables.“
– CinemaBlend.com

3/4
„It’s filled with literally explosive excitement. “
– Box Office Magazine

Nóg af þessu í bili. Vonumst til að sjá sem flesta.

T.V.

Nóg af miðum eftir!

Á fimmtudaginn þann 25. febrúar verðum við með sérstaka forsýningu á nýjustu mynd Martins Scorsese, Shutter Island.
Sýningin verður daginn fyrir frumsýningu en til að gera stemmninguna
skemmtilegri fyrir sanna kvikmyndafíkla höfum við ákveðið að hafa ekkert hlé. Miðaverð er 1100 kr. Myndin verður í Laugarásbíói kl. 22:00.

Það eru þrjár leiðir til að kaupa miða. Ef þið eruð með kreditkort þá er langþægilegast að smella beint hingað.

Annars ef þið viljið borga með debetkorti/í heimabanka þá sendið þið póst á tommi@kvikmyndir.is, segið hversu marga miða þið viljið og við reddum því á augabragði. Þið getið síðan borgað við innganginn hálftíma fyrir sýningu, með peningum og/eða korti. Við sjáum til þess að það verði nóg af miðum eftir svo meirihlutinn fari ekki í fíluferð.

Því minna sem er sagt um söguþráð myndarinnar, því betra. Með aðalhlutverk fara Leonardo DiCaprio, Ben Kingsley, Mark Ruffalo,
Emily Mortimer og Max Von Sydow. Hér fyrir neðan er TV spot sem segir allt sem segja þarf:

Hér er smá brot af því sem ýmsir virtir gagnrýnendur hafa sagt:

***1/2/****
The film’s primary effect is on the senses. Everything is brought together into a disturbing foreshadow of dreadful secrets.“

Roger Ebert

***1/2/****
„Martin Scorsese makes movies as if his life depends on it, never skimping on ferocity and feeling.“

Peter Travers – Rolling Stone


„Expert, screw-turning narrative filmmaking put at the service of old-dark-madhouse claptrap.“

Todd McCarthy – Variety

„Shutter
Island is a brilliant film, a perfectly realized psychological thriller
that will continue to astound you with performance after performance.
Highly recommended!“

Massawyrm – AintItCoolNews.


„This is a triumph of filmmaking!“


Harry Knowles – AintItCoolNews.

„DiCaprio gives a terrific and terrifying performance“

Emanuel Levy


„The
work of a master at his height. This is Scorsese flexing his muscles
and cracking his knuckles and making a movie that’s intense and
thrilling and engrossing and beautiful and dense.“


CHUD.com

„One of DiCaprio’s best performances in an unforgettable psychological jigsaw puzzle.“

Richard Roeper

Kvikmyndir.is-menn mæla einnig með myndinni, en það segir sig sjálft.

Og já. Myndin er bönnuð innan 16 ára. Ef þið hafið einhverjar spurningar þá sendið mér bara póst eða kommentið hér fyrir neðan.

Annars vonumst við til að sjá sem flesta.