Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

Hamlet 1996

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 2. nóvember 1997

242 MÍNEnska

Hamlet, sonur Danakonungs, er kvaddur heim til að vera við útför föður síns og giftingu móður sinnar, sem er að giftast frænda hans, sem hann uppgötvar að er morðingi föður hans. Undir öllu kraumar stríð og í hönd fer ótrúlega flókinn og margbrotinn söguþráður þar sem margir liggja í valnum undir lokin.

Aðalleikarar

Kenneth Branagh

Prince Hamlet

Kate Winslet

Ophelia

Rufus Sewell

Fortinbras

Reece Dinsdale

Guildenstern

Timothy Spall

Rosencrantz

Jack Lemmon

Marcellus

Ray Fearon

Francisco

Billy Crystal

First Gravedigger

Simon Russell Beale

Second Gravedigger

Ravil Isyanov

Cornelius

Charlton Heston

Player King

Justin Scoppa Jr.

Player Queen

Richard Attenborough

English Ambassador

Judi Dench

Hecuba

John Mills

Old King Norway

Ken Dodd

Yorick

Andrew Schofield

Young Lord

Perdita Weeks

Second Player

David Blair

attendant

Peter Bygott

Attendant

Charles Daish

stage manager

Leikstjórn

Handrit


Það er Shakespeare-meistarinn Kenneth Branagh sem hér færir okkur glænýja útgáfu af einu af þekktustu verkum breska skáldjöfurins Williams Shakespeare; Hamlet. Branagh leikur sjálfur aðalhlutverkið og þótt það hafi verið gerðar margar kvikmyndir eftir þessu verki er þetta í fyrsta sinn sem það er kvikmyndað í óstyttri útgáfu. Ekkert hefur verið til sparað til að gera þessa útfærslu eins glæsilega og kostur er, enda er það mál manna að verkið njóti sín einkar vel í þessari útgáfu, þó að óskarsverðlaunakvikmynd Sir Laurence Olivier frá 1948, (sem hann hlaut óskarinn fyrir besti leikari í aðalhlutverki og fyrir myndina sjálfa) sé óumdeilanlega besta kvikmyndin sem gerð hefur verið um danska prinsinn. En enginn hefur þó túlkað hann betur en breski óskarsverðlaunaleikarinn Sir John Gielgud, en hann birtist einmitt í þessari kvikmyndaútgáfu í smáu hlutverki. Meðal annarra úrvalsleikara myndarinnar fyrir utan Sir John Gielgud má nefna óskarsverðlaunahafana; Dame Judi Dench, Julie Christie, Charlton Heston, Jack Lemmon, Robin Williams og Sir Richard Attenborough. Einnig birtast í myndinni þau Billy Crystal, Kate Winslet, Gerard Depardieu, Derec Jacobi, Brian Blessed og Rufus Sewell. Það er óhætt að segja að myndin hafi fengið frábæra dóma gagnrýnenda enda var hún tilnefnd til fernra óskarsverðlauna árið 1996. Ég mæli því eindregið með Hamlet-útgáfu Kenneth Branagh við alla þá sem eru aðdáendur kvikmyndaverka sem byggð eru á meistaraverkum skáldjöfurins breska William Shakespeare. Semsagt, alls ekki missa af henni!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

14.04.2022

Æðisgengin reið á hvítu hrossi

Tvær sérstaklega áhugaverðar og spennandi kvikmyndir bætast í bíóflóruna nú um helgina sem þýðir að úrvalið af kvikmyndum í bíó um Páskahelgina verður í einu orði sagt frábært! Allir ættu að geta fundið ...

06.04.2022

Sjón og hinar stjörnurnar á forsýningu The Northman í London í gær

Kvikmyndin The Northman var frumsýnd í London í gærkvöldi að viðstöddu fjölmenni. Á meðal gesta var rithöfundurinn Sjón sem skrifar handrit myndarinnar ásamt leikstjóranum, Robert Eggers. Leikstjórinn Robert Eggers, ...

17.12.2020

Sjón með nýja túlkun á Hamlet

Sænska leikkonan Noomi Rapace hefur verið ráðin í titilhlutverk glænýrrar túlkunar á Hamlet og er handritið eftir rithöfundinn Sigurjón Birgi Sigurðsson, eða Sjón. Kynjahlutverkum verður snúið við í þessari a...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn