Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin dregur upp mynd af mismunun eða felur í sér efni sem getur hvatt til mismununarÍ myndinni er ljótt orðbragð

Get Hard 2015

Justwatch

Frumsýnd: 27. mars 2015

An education in incarceration

100 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 28% Critics
The Movies database einkunn 34
/100

Þegar milljónamæringurinn James King er dæmdur fyrir fjársvik til tíu ára fangelsisvistar í hinu alræmda San Quentin-fangelsi óttast hann um líf sitt innan múranna og biður Darnell Lewis um aðstoð. Will Ferrell leikur milljónamæringinn James King sem þrátt fyrir allan auðinn er frekar lítill bógur inn við beinið. Þegar James er handtekinn fyrir fjársvik... Lesa meira

Þegar milljónamæringurinn James King er dæmdur fyrir fjársvik til tíu ára fangelsisvistar í hinu alræmda San Quentin-fangelsi óttast hann um líf sitt innan múranna og biður Darnell Lewis um aðstoð. Will Ferrell leikur milljónamæringinn James King sem þrátt fyrir allan auðinn er frekar lítill bógur inn við beinið. Þegar James er handtekinn fyrir fjársvik og síðan dæmdur til 10 ára vistar í hinu rammgerða San Quentin-fangelsi sér hann um leið sæng sína uppreidda því hvernig á friðsæll maður eins og hann, sem hefur aldrei þurft að slást við neinn, að komast í gegnum margra ára fangelsisvist innan um forhertustu glæpamenn Bandaríkjanna? Til að bjarga því sem bjargað verður ákveður hann að leita til eina mannsins sem hann ályktar að hafi verið í fangelsi, en hann heitir Darnell Lewis og vinnur á bílaþvottastöðinni þar sem James lætur þvo bílinn sinn. Darnell er í fyrstu tregur til að taka að sér að kenna James að lifa afplánunina af því sjálfur hefur hann aldrei verið í fangelsi enda strangheiðarlegur maður. En þegar James býður honum góða greiðslu fyrir þjálfunina tekur Darnell tilboðinu, ákveðinn í að gera sitt allra besta þrátt fyrir að vita ekkert hvað hann er að tala um ...... minna

Aðalleikarar

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

17.03.2022

Meira rugl og áfengi og alræmdir þrjótar

Það er aðeins eitt sem er öruggt um helgina - það verður hægt að hlægja frá sér allt vit og skemmta sér konunglega í bíó. Ástæðurnar eru tvær. Framhald íslensku gamanmyndarinnar Síðasta veiðiferðin, Allra s...

04.01.2019

Nýtt í bíó: Holmes and Watson

Í dag frumsýnir Sena gamanmyndina Holmes and Watson í Smárabíói, Háskólabíói, Borgarbíói Akureyri og í Laugarásbíói.  Í myndinni snúa þeir aftur gríntvíeykið Will Ferrell og John C.Reilly, en þeir hafa áður l...

29.09.2018

Ferrell með enskan framburð í fyrstu stiklu úr Holmes and Watson

Fyrsta stiklan úr gamanmyndinni Holmes and Watson, með grín-tvíeykinu Will Ferrell og John C. Reilly, sem áður hafa ruglað saman reitum í myndum eins og Talladega Nights og Step Brothers, er komin út. Eins og sjá má ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn