Náðu í appið
Öllum leyfð

Smáheimar: Dalur týndu mauranna 2014

(Minuscule - La vallée des fourmis perdues)

Justwatch

Frumsýnd: 3. október 2014

Margur er knár þótt hann sé smár

89 MÍNÍslenska

Pínulítil maríubjalla sem týnt hefur mömmu sinni lendir í miklum ævintýrum þegar hún hjálpar svörtu maurunum að koma forláta sykurboxi í bú þeirra á flótta undan hinum gráðugu rauðmaurum. Hér er á ferðinni frábær mynd þar sem höfundarnir Hélène Giraud og Thomas Szabo blanda saman raunverulegu umhverfi við tölvuteikningar í sérlega hugmyndaríkri... Lesa meira

Pínulítil maríubjalla sem týnt hefur mömmu sinni lendir í miklum ævintýrum þegar hún hjálpar svörtu maurunum að koma forláta sykurboxi í bú þeirra á flótta undan hinum gráðugu rauðmaurum. Hér er á ferðinni frábær mynd þar sem höfundarnir Hélène Giraud og Thomas Szabo blanda saman raunverulegu umhverfi við tölvuteikningar í sérlega hugmyndaríkri sögu sem er bæði fyndin og spennandi. Ungt par sem á von á barni er í lautarferð í friðsælu skóglendi þegar konan fær skyndilega hríðir. Parið rýkur að sjálfsögðu af stað á sjúkahús og skilur eftir matinn sem það kom með í lautarferðina, skordýrunum sem þarna eiga heima til mikillar ánægju. Á sama tíma eignast maríubjalla ein þrjá litla unga og fyllist einn þeirra strax svo mikilli ævintýraþrá að hann flýgur af stað sem leið liggur og týnir um leið mömmu sinni. Þessi litli maríubjölluungi leitar síðan skjóls í forláta boxi með sykurmolum, en það á síðan eftir að verða bitbein svartra maura og herskárra rauðmaura sem ætla sér að komast yfir fenginn hvað sem það kostar ...... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn