Einkalíf fjallr um þrjú ungmenni, sem komast yfir kvikmyndatökuvél og taka til við að gera heimildarmynd um foreldra sína og ættingja, sem virðast við fyrstu sýn vera ofurvenjulegt fólk. Í ljós kemur þó þegar myndavélinni er beint að einkalífi fólksins, að undir sléttu og felldu yfirborði búa litríkir persónuleikar, sem hver hefur sinn djöful að draga.