Hours
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ofbeldi
Myndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn
DramaSpennutryllir

Hours 2013

Every second counts

6.4 26939 atkv.Rotten tomatoes einkunn 61% Critics 7/10
97 MÍN

Þegar fellibylurinn Katrina skellur á New Orleans lendir nýbakaður faðir í kapphlaupi við tímann við að halda lífi í nýfæddri dóttur sinni. Nolan Hayes á von á barni með eiginkonu sinni og eru um fimm vikur eftir af meðgöngunni. Skömmu áður en fellibylurinn Katrina nær landi veikist eiginkonan skyndilega og þrátt fyrir að læknar reyni allt sem hægt er... Lesa meira

Þegar fellibylurinn Katrina skellur á New Orleans lendir nýbakaður faðir í kapphlaupi við tímann við að halda lífi í nýfæddri dóttur sinni. Nolan Hayes á von á barni með eiginkonu sinni og eru um fimm vikur eftir af meðgöngunni. Skömmu áður en fellibylurinn Katrina nær landi veikist eiginkonan skyndilega og þrátt fyrir að læknar reyni allt sem hægt er að gera til að bjarga henni fer svo að hún deyr um leið og hún fæðir stúlkubarn. Yfirbugaður af sorg reynir Nolan að ná áttum en aðstæður hans eiga eftir að versna til muna þegar Katrina nær landi, m.a. með þeim afleiðingum að hann verður sjálfur að sjá um að halda lífi í dóttur sinni sem er í öndunarvél og mun deyja ef vélin verður rafmagnslaus ...... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn