Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Face/Off 1997

(Face Off)

Justwatch

Frumsýnd: 29. ágúst 1997

In order to trap him, he must become him.

138 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 93% Critics
The Movies database einkunn 82
/100
Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hljóðvinnslu, og brellur. Cage og Travolta unnu MTV verðlaun fyrir besta tvíeyki í mynd. Myndin vann einnig MTV verðlaun fyrir besta hasaratriði - atriðið á hraðbátnum.

Ofurlöggan Sean Archer er búinn að vera að eltast við sama hryðjuverkamanninn í 6 ár, Castor Troy, eftir að Troy ætlaði að drepa hann en kúlan fór í gegnum hann og í son hans þar sem þeir voru saman í hringekju í skemmtigarði. Snemma í myndinni nær Sean Archer loksins Castor Troy eftir löng slagsmál.. en eftir slagsmálin fellur Troy í dá. Eftir það... Lesa meira

Ofurlöggan Sean Archer er búinn að vera að eltast við sama hryðjuverkamanninn í 6 ár, Castor Troy, eftir að Troy ætlaði að drepa hann en kúlan fór í gegnum hann og í son hans þar sem þeir voru saman í hringekju í skemmtigarði. Snemma í myndinni nær Sean Archer loksins Castor Troy eftir löng slagsmál.. en eftir slagsmálin fellur Troy í dá. Eftir það finnst teikning í einkaþotu Troys af eiturgassprengju sem á að drepa hálfa Los Angeles borg. Nú verður uppi fótur og fit og fer Archer að yfirheyra bróðir Troys sem virkar ekkert vegna þess að hann er snargeðveikur. Næst fer Archer að yfirheyra vini Troys og þar nær hann því út úr einum þeirra að sprengjan á að springa innan skamms. En eina vandamálið er að þau vita ekkert um þessa sprengju, og hvar hún er staðsett. Þá kemur Dr. Holllis Miller með hugmynd, að nota nýjustu tækni til að skera andlitið af Troy og setja það á Archer. Archer tekur ekki vel í þetta í fyrstu, en fellst á það seinna. Tilgangurinn með þessari aðgerð er sá að Archer á að fara sem Castor Troy í fangelsið sem bróðir Troys er í og fá út úr honum hvar sprengjan er staðsett. ... minna

Aðalleikarar


John Travolta og Nicolas Cage leika aðalhlutverkin í alltílæ hasarmynd frá John Woo sem eldist ekki nógu vel(myndin ekki Woo...). Söguþráðurinn gengur út á að Alríkislögreglumaðurinn Sean Archer(Travolta) skiptir á andliti við Castor Troy(Cage) krimma í dái til að ná upplýsingum um sprengju. Archer hittir bróður Troy og eins og við mátti búast fer allt í hund og kött og þarf ég víst ekki að útskýra það nánar. Því verður ekki neitað að Travolta og Cage koma báðir með afbragðsleik allavega miðað við að þeir algjörlega breyta um persónuleika eftir að þeir skiptast á andlitum. Hasarinn í þessari mynd Face/off er alveg til fyrirmyndar en hann er líka það helsta sem heldur manni við efnið sem veldur því að myndin verður soldið langdregin þegar fer að líða á hana. Handritið er ekkert spes en Travolta og Cage hressa upp á myndina og með öllum þessum látum verður myndin aldrei beinlínis leiðinleg. En eins og áður sagði þá eldist Face/off ekkert alltof vel, þegar ég sá hana fyrst þá gaf ég henni háa einkunn en eftir nokkur áhorf til við bótar þá ætla ég að láta staðar numið við tvær stjörnur. Hasarmyndaaðdáendur verða að minnsta kosti ekki sviknir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ein besta mynd sem ég hef séð sennilega sú besta!. stórkostlegur leikur hjá Nicolas Cage John Travolta og Alessandro Nivola. Þetta er mynd sem slær öll met allir ættu að sjá hana það er bra algjört 'must'. Ég mæli bara eindregið með þessari mynd. Hún fjallar um lögreglumann(Travolta) sem fer í gervi annars manns hryðjuverkamann svo hann geti náð tali á bróður hans Pollux troy(Nivola)til þess að vita hvar sprengjan er. En málið er að (travolta) er ekki beint í gervi mannsins heldur með andlit hans hann fór í gegnum aðgerð og nú er hann alveg eins og bófinn(Cage) sjálfur. En raunverulegi bófin vaknar svo úr dáinu sem hann var í og tekur á sig mynd lögreglumannsins þá fer sko allt að gerast.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Face/Off er án efa ein besta mynd John Travolta og líka Nicholas Cage. Myndin er leikstýrt af honum John Woo,hann er líka maðurinn á bak Mission inpossibole2 sem var svona miðlungs mynd. Enn þessi mynd er um það einu sinni var hryðjuverka maður að nafni Castor Troy(Cage) sem drap dóttir lögreglumannsins Sean Archer(Travolta). Sean er búinn að leita hefnd í sirka fimm ár og núna ætlar hann að handtaka hann.(ekki lesa meira fyrir þá sem ekki vilja vita neitt)

Þegar þeir ná honum þá einfaldlega tekur einhver prófessor andlitið af hvorum öðrum og skipta því. Þeir þurfa að gera það vegna þess að littli bróðir hans Castor's(man ekki alvuru nafn)er með sprengju í einhverju stóri húsi í Los Angeles. Svo gerist það slæma,Að Castor lifnar við og tekur grímuna. Ég ætla ekki að segja meira því mig langaði aðeins um hvað hún er um. Þessi mynd er mjög góð enn ekki alveg fullt hús. Þetta voru lokaorð mín á face/off. Takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Face off er ein af mínum uppáhaldsmyndum, travolta hefur aldrei verið í uppáhaldi en í þessari er hann frábær, nicolas cage einnig. Mynd er um hryðjuverkamanninn Castor Troy og lögguna Sean Archer. Sean Archer(travolta) hefur veirð að elta Troy(cage) síðan hann skaut son hans, en í rauninni var ætlunin að skjóta Archer, að lokum tekst að ná honum og er Troy í dái, núna er bara eitt verkefni eftir, það er að finna sprengju sem troy og bróðir hans polloux troy smíðuðu og ætla að sprengja, til þess skiptir archer um andlit við troy og fer í fangelsið til að fá upplýsingar hja poulloux troy, en auðvita vaknar castor troy úr dáinu og fær læknana til að láta andlit archer á sig og upp hefst æsispennandi mynd sem engan endi ætlar að taka, mynd sem allir ættu að sjá og enginn má missa af
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

John Woo hefur hefur leikstýrt einni bestu hasarmynd sem hefur komið út í langan tíma. Frábærir leikarar, frábær hasar og frábær leikstjórn gera þessa mynd af einni bestu mynd sem ég hef séð og ef þið viljið sjá fleiri frábærar John Woo myndir eins og þessa horfið þá á Hard Boiled og The Killer.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

22.04.2022

Nicolas Cage er Nick Cage

Bandaríski leikarinn Nicolas Cage á fjölda aðdáenda hér á Íslandi eins og út um allan heim, enda er Cage afar skemmtilegur karakter sem tekur oftar en ekki að sér mjög áhugaverð hlutverk. Í dag kemur nýjasta kvikmynd...

12.02.2021

Framhald af Face/Off í bígerð

Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Adam Wingard hyggst gera framhald af einni vinsælustu og að margra mati trylltustu hasarmynd tíunda áratugarins. Aðdáendur Face/Off ('97) finnast víða og er myndin skólabókadæmi um fagmenn í sín...

03.10.2013

Jakkaföt Travolta úr Face/Off boðin upp

Jakkafötin sem John Travolta klæddist í spennumyndinni Face/Off verða boðin upp á fjáröflunarsamkomu sem Kvikmyndastofnun Bretlands heldur 8. október í London. Face/Off kom út árið 1997 og lék Nicolas Cage hitt aðalhlutverkið á...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn