Náðu í appið
Öllum leyfð

St Sig: Strigi og flauel 2013

Frumsýnd: 7. mars 2013

60 MÍN

Myndin fjallar um ævi og störf listamannsins Steinþórs Sigurðssonar leikmyndahönnuðar og listmálara í nútíð og fortíð. Sagt er frá uppvaxtarárunum í Stykkishólmi, námsárunum í Svíþjóð og á Spáni og skyggnst inn í afar litríkan og áhugaverðan feril Steinþórs við leikmyndahönnun og málaralist en Steinþór er meðal merkustu abstraktmálara sinnar... Lesa meira

Myndin fjallar um ævi og störf listamannsins Steinþórs Sigurðssonar leikmyndahönnuðar og listmálara í nútíð og fortíð. Sagt er frá uppvaxtarárunum í Stykkishólmi, námsárunum í Svíþjóð og á Spáni og skyggnst inn í afar litríkan og áhugaverðan feril Steinþórs við leikmyndahönnun og málaralist en Steinþór er meðal merkustu abstraktmálara sinnar kynslóðar. Auk þess að sinna málaralistinni vann Steinþór hjá Leikfélagi Reykjavíkur í yfir 40 ár. Hann sat einnig í byggingarnefnd Borgarleikhússins og stýrði vali og hönnun á sviðsbúnaði þar. Að auki er í myndinni rætt við samferðarfólk hans, s.s. Svein Einarsson og Vigdísi Finnbogadóttur. Steinþór varð áttræður hinn 14. febrúar s.l. en hefur undanfarin ár unnið við uppsetningu á sýningum og safnaefni. Höfundur myndarinnar er Anna Þóra, dóttir Steinþórs. Anna Þóra, sem hefur um árabil fengist við gerð heimildamynda og sjónvarpsþátta, fékk víða hvatningu til að gera þessa mynd en það sem réð úrslitum var samt að hennar sögn djúpstæð aðdáun lítillar stúlku á föður sínum. „Það var alltaf eitthvað heillandi við lyktina af terpentínu og olíumálningu á vinnustofu pabba þegar hann stóð fjarrænn og önnum kafinn við trönurnar. Það var líka dásamlegt að fá að fara með honum niður í Iðnó en þar var eitthvað allt annað í gangi. Þar lyktaði allt af svita og púðurfarða en þar var líka fullt af skemmtilegu og skapandi fólki. Mér fannst þetta heillandi heimur og þess vegna fannst mér líka áhugavert að kafa ofaní sögu pabba. Svo vissi ég líka að til væri hafsjór af frábæru efni eftir hann sem gaman væri að koma á framfæri.“... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn