Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Little Shop of Horrors 1986

Frumsýnd: 5. ágúst 2016

Don't feed the plants. / A Singing Plant. A Daring Hero. A Sweet Girl. A Demented Dentist.

94 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 91% Critics
The Movies database einkunn 81
/100
Myndin var tilnefnd til tvennra Óskarsverðlauna, fyrir bestu tæknibrellur og besta frumsamda lagið.

Seymour Krelborn starfar í niðurníddri blómabúð á Skid Row. Yfirmaður hans harmar það hve viðskiptin hafa minnkað, en þá fær Krelborn hugmynd um hvernig hægt sé að gera búðina og hann sjálfan frægan, og auka viðskiptin til muna. Hann kaupir undarlega plöntu frá enn undarlegri austurlenskum götusölumanni og kallar plöntuna Audrey, eftir kærustu sinni.... Lesa meira

Seymour Krelborn starfar í niðurníddri blómabúð á Skid Row. Yfirmaður hans harmar það hve viðskiptin hafa minnkað, en þá fær Krelborn hugmynd um hvernig hægt sé að gera búðina og hann sjálfan frægan, og auka viðskiptin til muna. Hann kaupir undarlega plöntu frá enn undarlegri austurlenskum götusölumanni og kallar plöntuna Audrey, eftir kærustu sinni. Smátt og smátt áttar Krelborn sig á því að Audrey II þarf mannakjöt og blóð til að lifa. Í hvert skipti sem Audrey II öskrar á mat, þá þarf Seymoor að redda einhverjum manneskjum fyrir hana til að éta. Eitt slíkt fórnarlamb er Elvis týpa - leðurjakkaklæddur tannlæknir. ... minna

Aðalleikarar

Rick Moranis

Seymour Krelborn

Vincent Gardenia

Mr. Mushnik

Steve Martin

Orin Scrivello, DDS

Megan Burns

Crystal

Jim Belushi

Patrick Martin

John Candy

Wink Wilkinson

Christopher Guest

The First Customer

Bill Murray

Arthur Denton

Miriam Margolyes

Dental Nurse

Danny John-Jules

Doo-Wop Street Singer

Bertice Reading

Old Woman Singer

Leikstjórn

Handrit


Little Shop of Horrors er algjör snilldarmynd. Snillingurinn Frank Oz leikstýrir, en hann hefur verið í myndum eins og Star Wars, The Muppets (leikstýrði einnig The Muppets Take Manhattan), og Bowfinger (þar sem hann vinnur með Steve Martin, eins og í þessari mynd). Myndin fjallar um mann að nafni Seamor (Rick Moranis), sem er klaufalegur en góðhjartaður náungi. Hann vinnur í blómabúð, og á sér það áhugamál að rækta óþekktar og skrýtnar plöntutegundir. Einn daginn finnur hann mjög skrýtna plöntu sem hann kallar Audrey II í höfuðið á konu sem vinnur í blómabúðinni með honum (Ellen Greene). Það á hinsvegar eftir að vera þrautin þyngri að rækta plöntuna, kannski sérstaklega útaf talsmáta hennar (Levi Stubbs) og óvenjulega matarsmekk hennar. Steve Martin á gjörsamlega alla myndina, með sinni snilldarlegu frammistöðu sem klikkaði tannlæknirinn Orin Scrivello. Besta sena myndarinnar er einmitt þegar hann á að setja rótarfyllingu í Bill Murray. John Candy kemur svo fram í litlu hlutverki sem útvarpsmaðurinn Wink Wilkinson. Rick Moranis stendur sig mjög vel í aðalhlutverkinu, og Levi Stubbs talsetur risaplöntuna frábærlega (No shit, Sherlock). Tónlist myndarinnar er auðvitað frábær, ég elskaði gjörsamlega “You’ll be a Dentist” lagið. Þessar þrjár konur sem sungu flestöll lögin voru hinsvegar hálfleiðinlegar, og flæktust bara fyrir. Ég mæli sterklega með þessari mynd fyrir alla, bæði kvikmyndaunnendur og tónlistaunnendur, og gef henni þrjár og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frábær mynd, byggð á söngleiknum eftir H. Ashman og A. Menken. Söngleikurinn er hinsvegar byggður á mynd Rogers Corman´s frá 1960, þar sem Jack Nicholson lék sitt fyrsta hlutverk, sem sjúklingur tannlæknisins. Myndin fjallar um Seymor(Rick Morani) sem vinnur í blómabúð í fátækrahverfi. Hann er ástfanginn af búðardömunni Auði, en hún á erfiðu sambandi við kærastan sinn, tannlækninn Orin Scrivello(snilldarlega leikin af meistara Steve Martin). Seymor finnur plönt sem er undarleg og veitir honum mikla frægð. Það er bara einn galli, plantan vill fá blóð!

Snilldarmynd, með frábærum leikurumm og margir frægir í aukahlutverkum á meðal: Bill Murray, John Candy og Jim Belushi(úr According to Jim, á skjá einum). Skylduáhorf fyrir unnendur skemmtilegra mynda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

ARRRGGGGG,þetta er svo ömurleg mynd að ég get ekki fundið réttu orðin til að lýsa því, mér leiddist alltof mikið við að horfa. Söguþráðurinn er eitthva á þá leið að einhver maður með ómerkilegt nafn ræktar syngjandi mannætublóm (fólk ætti að sjá af söguþráðnum að myndin hefur ekkert nema rusl á að bjóða). Hálf stjarna frá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar ég sá þessa mynd fyrst féll ég gersamlega fyrir Steve Martin og Rick Moranis. Þessir leikarar sýndu skemmtilega og einstaka tilburði, sem fléttað er við skemmtilega og lifandi tónlist. Mynd um plöntu sem færir eiganda sínum mikil völd, í þeim tilgangi að leggja undir sig jörðina. Myndin nær hámarki sínu þegar Seamor (Rick Moranis) leggst til atlögu við plöntuna og fær allt sem hann hafði óskað sér loks á endanum; peninga, völd og svo konuna sem allt þetta fjaðrafok var útaf.

Myndin er snilld, leikurinn einstakur, þótt svo ekki sé um neinn stórleik að ræða (enda söng- og gamanmynd) og tónlistin lifir enn. Þessi mynd er endurgerð af eldri mynd, en það var einmitt Bill Murray sem lék tannlæknirinn í þeirri mynd, en hún var langt frá því að ná með tærnar þar sem þessi hefur hælana. Skemmtilegt er að nefna að Bill Murray sést einmitt í lokaatriði myndarinnar, þar sem hann býður Seamor gull og græna skóga.

Þessi mynd er vel þess virði að sjá, ef ekki eiga!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

11.10.2020

Þegar leikarar spreyta sig í söng - Annar hluti

Á dögunum fjölluðum við um syngjandi leikara en það var auðvitað bara hægt að koma þar fyrir broti af þeim fjölmörgu skemmtilegu dæmum sem hægt er að finna um leikara að syngja á eftirminnilegan hátt í einni grein, o...

24.01.2020

Mean Girls í leikhús og svo aftur í bíó

Framleiðendur Brodway smellsins Mean Girls, tilkynntu í gær að þessi Tony verðlaunaða uppfærsla yrði löguð að hvíta tjaldinu fyrir Paramount Pictures. Söngleikurinn er byggður á samnefndri kvikmynd frá árinu 2004. Stelpurnar. "Ég er mj...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn