Náðu í appið
Öllum leyfð

Jiro Dreams of Sushi 2011

Justwatch

Frumsýnd: 9. nóvember 2012

81 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 99% Critics
The Movies database einkunn 77
/100

Jiro Ono er líklega besti sushi-kokkur í öllum heiminum. Jiro er 85 ára gamall en vinnur sleitulaust dag hvern frá sólarupprás til sólarlags að því að fullkomna sushigerðarlist sína. Veitingahúsið hans er hálffalið í neðanjarðarlestarstöð í Tokyo og tekur aðeins 10 manns í sæti en skartar þrátt fyrir það heilum 3 Michelin-stjörnum og fólk ferðast... Lesa meira

Jiro Ono er líklega besti sushi-kokkur í öllum heiminum. Jiro er 85 ára gamall en vinnur sleitulaust dag hvern frá sólarupprás til sólarlags að því að fullkomna sushigerðarlist sína. Veitingahúsið hans er hálffalið í neðanjarðarlestarstöð í Tokyo og tekur aðeins 10 manns í sæti en skartar þrátt fyrir það heilum 3 Michelin-stjörnum og fólk ferðast yfir heiminn þveran til að borða hjá Jiro. Áhorfandinn fær innsýn í ævistarf Jiros og flókið samband hans við son sinn og arftaka Yoshikazu, sem aldrei nær að blómstra í skugga föður síns. Hér fæst áhugaverð innsýn í störf manns sem haldinn er ástríðu –eða öllu heldur þráhyggju og fullkomnunaráráttu, manns sem tilbúinn er að vinna 16 tíma á dag í 75 ár að hugðarefni sínu. Hún er óður til vandvirkni og natni á tímum þar sem allt gengur út á skjótfengið fé og frama. En myndin er líka full af fallegri og ljóðrænni myndatöku, krydduð með hóflegum húmor og vekur með áhorfandanum óslökkvandi hungur í gott sushi.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

29.01.2016

Leikstjóri Amy snýr sér að Maradona

Asif Kapadia, sem hefur leikstýrt heimildarmyndum um kappakstursmanninn Aryten Senna og tónlistarkonuna Amy Winehouse, ætlar næst að snúa sér að fótboltagoðsögninni Diego Armando Maradona.  Myndin Maradona fjallar um argentísk...

24.07.2014

Smyglar sér baksviðs hjá frægustu hljómsveitum heims

Frá árinu 2010 hefur hinn útsmogni Marcus Haney farið á yfir 50 tónlistarhátíðir án þess að borga sig inn. Þar má helst nefna Coachella, Bonnaroo, Rock Werchter og náði hann einnig að koma sér inn á Grammy-verðlaunahátíðin...

07.11.2012

Ofurkonur á Bíó:DOX

BÍÓ:DOX, nýr heimildamyndaklúbbur Bíó Paradísar, stendur fyrir heimildamyndahátíð dagana 9.-15. nóvember í Bíó Paradís. Þema BÍÓ:DOX hátíðarinnar er List en alls verða fimm heimildamyndir sýndar á hátíðinni sem allar eiga það...


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn