Náðu í appið
Öllum leyfð

Blue Sky 1994

Fannst ekki á veitum á Íslandi

In a world of secrets, love is the most powerful weapon.

101 MÍNEnska

Sagan hefst í byrjun sjöunda áratugs síðustu aldar. Hank Marshall ofursti og eiginkona hans Carly eiga í hjónabandserfiðleikum vegna álagsins í vinnunni hjá honum og geðsjúkdóms sem hún þjáist af. Hank er kjarneðlisfræðingur sem er fylgjandi tilraunasprengingum neðanjarðar, og er ósammála yfirmönnum sínum hvað varðar sprengingar ofanjarðar. Carly er... Lesa meira

Sagan hefst í byrjun sjöunda áratugs síðustu aldar. Hank Marshall ofursti og eiginkona hans Carly eiga í hjónabandserfiðleikum vegna álagsins í vinnunni hjá honum og geðsjúkdóms sem hún þjáist af. Hank er kjarneðlisfræðingur sem er fylgjandi tilraunasprengingum neðanjarðar, og er ósammála yfirmönnum sínum hvað varðar sprengingar ofanjarðar. Carly er opin og frjáls í hugsunum, en er óstöðug á geðinu og smátt og smátt nær sljóleiki tökum á henni auk þess sem aldurinn færist yfir. Hegðun hennar veldur, í besta falli, því að eiginmaðurinn skammast sín fyrir hana, sérstaklega í herstöðinni. Fjölskyldan flytur sig í einangraða herstöð í Alabama hefur áhrif á elstu dótturina Alex, og Carly tekur upp ástarsamband við yfirmann stöðvarinnar, Vince Johnson. ... minna

Aðalleikarar

Jessica Lange

Carly Marshall

Tommy Lee Jones

Hank Marshall

Tommy Lee Jones

Hank Marshall

Robert Wise

Hank Marshall

Powers Boothe

Vince Johnson

Carrie Snodgress

Vera Johnson

Bruce Willis

Alex Marshall

Chris O'Donnell

Glenn Johnson

Mitchell Ryan

Ray Stevens

Bruce Surtees

Col. Mike Anwalt

Timothy Scott

Ned Owens

Anna Klemp

Becky Marshall

Ann Peacock

Doctor Vankay

Leikstjórn

Handrit


Mögnuð mynd sem skartar vönduðum leikframmistöðum óskarsverðlaunaleikaranna Jessicu Lange og Tommy Lee Jones. Sagan hefst árið 1962 er kjarnorkuvísindamaðurinn Hank Marshall, sem er í þjónustu hersins, fær tilskipun um að flytja til herstöðvar einnar í Alabama ásamt hinni töfrandi eiginkonu sinni, Carly Marshall (Lange), og tveimur dætrum. Koma þeirra á eftir að valda umtalsverðri ólgu hjá starfsmönnum stöðvarinnar, ekki síst vegna þess að Carla er haldin óútreiknanlegri þörf fyri athygli og gerir hún ýmislegt til að öðlast hana. Samband hennar við yfirmann stöðvarinnar vekur til dæmis óneitanlega á henni athygli, en hefur þann ágalla að það hriktir í stoðum hjónabands þeirra Hanks í kjölfarið. Málin taka hins vegar óvænta stefnu þegar Hank kemst að því að óbreyttir borgarar hafa orðið fyrir geislun vegna kjarnorkutilrauna á staðnum, en þessi staðreynd misbýður mjög samvisku hans. Þó er þetta leyndarmál sem ekki má spyrjast út og því grípa yfirvöld til þess ráðs að þagga niður í honum. Hann er lokaður inni á hersjúkrahúsi og á sér í raun engrar undankomu auðið. Eina manneskjan sem er honum hliðholl er eiginkona hans og það kemur því í hennar hlut að beita töfrum sínum og orku til hins ítrasta til bjargar Hank. Þeir sem fylgjast með heimi kvikmyndanna ættu að vita að aðalleikkonan, Jessica Lange, hlaut Óskarsverðlaunin 1994 sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir hina snjöllu túlkun sína á annarri af aðalpersónum þessarar ágætu myndar, Carly Marshall, en Jessica Lange vann áður óskarinn 1982 sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir leik sinn í kvikmyndinni TOOTSIE, þar sem hún lék á móti sjálfum Dustin Hoffman. Leikstjóri þessarar myndar var óskarsverðlaunaleikstjórinn Tony Richardson en hann gerði óskarsverðlaunamyndina Tom Jones sem hlaut alls fjóra óskara 1963, þ.á.m. sem besta mynd ársins og fyrir leikstjórn Richardson. Þessi kvikmynd var hans svanasöngur en hann lést árið 1991, skömmu eftir að tökum á henni lauk. Myndin var tekin árið 1990 en ekki frumsýnd fyrr en 1994, þrem árum eftir andlát Richardson. Hún er eftirminnileg fyrir margra hluta sakir, en einkum vegna stórleiks Jessicu Lange og Tommy Lee Jones. Sérstaklega fer Lange á kostum í óskarsverðlaunahlutverki sínu. Þetta er ágætis kvikmynd sem ég gef þrjár stjörnur og mæli með að kvikmyndaáhugamenn (sem ekki hafa séð hana) kynni sér hana og magnaðar leikframmistöður aðalleikaranna!
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

17.01.2014

Aulinn ég 3 kemur 2017

Universal Pictures hefur tilkynnt um frumsýningardaga þriggja nýrra teiknimynda. Gru, Lucy, stelpurnar og litlu gulu undirlægjurnar í Aulanum ég mæta til leiks í þriðju Aulamyndinni þann 30. júní, 2017. Myndin kemur í kjölfar hinnar ...

11.10.2012

Smáfólkið kemur í bíó árið 2015

Smáfólk, eða Peanuts, hin sívinsæla teiknimyndasaga með þeim Snoopy og Charlie Brown sem aðalsöguhetjum, er á leiðinni á hvíta tjaldið í bíómynd í fullri lengd, með stuðningi fjölskyldu höfundarins, Charles Schul...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn