Fire Birds
Öllum leyfð
SpennumyndÆvintýramynd

Fire Birds 1990

(Wings of the Apache)

The best just got better.

4.8 5578 atkv.Rotten tomatoes einkunn 10% Critics 5/10
85 MÍN

Sérstök sameinuð sveit fíkniefnalöggunnar og bandaríska hersins hefur verið búin til til að leysa upp stærstu eiturlyfjahringi Suður Ameríku. Ítrekaðar tilraunir til að eyða bækistöðvum eiturlyfjahringanna hafa farið út um þúfur þar sem dópbarónarnir beita Scorpion þyrlum til að ráðast á árásarsveitirnar. Eftir að nokkrar þyrlur hafa verið skotnar... Lesa meira

Sérstök sameinuð sveit fíkniefnalöggunnar og bandaríska hersins hefur verið búin til til að leysa upp stærstu eiturlyfjahringi Suður Ameríku. Ítrekaðar tilraunir til að eyða bækistöðvum eiturlyfjahringanna hafa farið út um þúfur þar sem dópbarónarnir beita Scorpion þyrlum til að ráðast á árásarsveitirnar. Eftir að nokkrar þyrlur hafa verið skotnar niður, þar á meðal tvær Black Hawk þyrlur, þá ákveður herinn að nota nýjar Apache AH-64 þyrlur sem eiga að geta staðist þyrlum dópbarónanna snúning. Flugmaðurinn Jake Preston er ráðinn í þjálfun á þessar Apache þyrlur. Fyrr var Preston eini eftirlifandinn í loftárás eiturlyfjabarónsins Stoller á sérsveit sem send var honum til höfuðs. Þegar Preston kemur til æfingasvæðisins þá hittir hann kærustuna Billie Lee Guthrie, sem sagði honum upp til að sinna ferli sínum sem flugmaður á OH-58 Kiowa þyrlum, sem vinna gjarnan með Apache þyrlunum. Hroki Jake og kæruleysislegur stíll gera það að verkum að það líkar ekki öllum við hann og flugkennarinn og fyrrum stríðshetjan Brad Little er þar á meðal. Í æfingaprógramminu þá kemur í ljós að Preston er með sjóngalla sem gerir að verkum að hann á erfitt með að nota tækni Apache þyrlunnar til fulls. En með óvenjulegum æfingaaðferðum þá hjálpar Little Preston að ná þessu þrátt fyrir þessa fötlun. Nú flýgur sveit Apache og Kiowa þyrlna til Suður Ameríku til að veita stuðning úr lofti við árás hins sameinaða liðs sem ætlar að elta uppi og handtaka eiturlyfjabarónana. Fljótlega er þó ráðist á þá og ein Apache þyrla eyðilögð. Ein Apache þyrla er skilin eftir í bækistöðvunum en önnur fer á eftir Stoller. Þau finna fljótlega bækistöðvar hans sem og herþortur hans sem vernda bækistöðvarnar. Little eyðileggur eina flugvél en er skotinn niður í loftbardaga við Stoller. Hann lifir af, en Apache þyrlan er ónýt. Stoller ræðst næst gegn Guthrie en Preston kemst að því hvar þeir eru og þeir fara í bardaga. ... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn