Gone (2012)16 ára
( 12 Horas )
Frumsýnd: 4. apríl 2012
Tegund: Drama, Spennutryllir
Leikstjórn: Heitor Dhalia
Skoða mynd á imdb 5.9/10 34,588 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
No one believes her. Nothing will stop her.
Söguþráður
Jill Parish verður frávita af skelfingu þegar hún uppgötvar að systir hennar er horfin úr herberginu sínu einn morguninn. Jill er nefnilega sannfærð um að systir hennar hafi verið numin á brott af morðingja. Ástæðan fyrir þessari vissu Jill er sú að hún hafði sjálf verið numin á brott af þessum sama morðingja tveimur árum fyrr. Hann fór með hana út í skóg og kom henni fyrir í djúpri holu sem engin leið virtist að komast upp úr. Þar átti Jill að deyja en tókst samt á einhvern hátt að flýja. Nú er hún sannfærð um að morðinginn hafi komið aftur til að ljúka verki sínu en tekið systur hennar í misgripum fyrir hana sjálfa. Vandamálið er að enginn trúir Jill, síst af öllu lögreglan sem telur þetta vera helbera ímyndun í henni, bæði hvað varðar systur hennar og söguna um holuna sem hún á að hafa sloppið úr. Jill sættir sig engan veginn við afskiptaleysi lögreglunnar og hefur sína eigin leit að morðingjanum með aðeins 12 klukkustundir til stefnu ...
Tengdar fréttir
07.04.2016
David Brent úr Office tónlistarmaður - Fyrsta stikla!
David Brent úr Office tónlistarmaður - Fyrsta stikla!
Ricky Gervais er mættur á ný í gervi David Brent úr sjónvarpsþáttunum The Office, í fyrstu stiklu fyrir myndina David Brent: Life on the Road. David Brent, framkvæmdastjóri Wernham Hogg, hefur að mestu legið í dvala síðan þessir geysivinsælu þættir luku göngu sinni með sérstökum jólaþætti árið 2003. Í stiklunni kemur Brent glaðhlakkalegur inn á skrifstofuna...
28.02.2016
Hrútar er kvikmynd ársins
Hrútar er kvikmynd ársins
Kvikmyndin Hrútar fékk í kvöld Edduna 2016 sem besta kvikmynd ársins í fullri lengd, en auk Hrúta voru tilnefndar sem besta mynd þær Fúsi og Þrestir. Hrútar hlaut alls 11 Eddur og var því ótvíræður sigurvegari kvöldsins. Eddan 2016 er uppskeruhátíð Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA), og fór fram á hótel Hilton Reykjavík Nordica. Hér að neðan...
Trailerar
Stikla
Umfjallanir