Project X (2012)16 ára
Frumsýnd: 16. mars 2012
Tegund: Gamanmynd
Leikstjórn: Nima Nourizadeh
Skoða mynd á imdb 6.7/10 158,323 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
Witness it.
Söguþráður
Thomas Mann á afmæli. Og eins og alla unga menn dreymir hann um að halda bestu og flottustu afmælisveislu sem haldin hefur verið. Vondu fréttirnar eru auðvitað foreldrarnir. Góðu fréttirnar eru að þeir verða ekki heima. Thomas ákveður því ásamt félögum sínum, þeim J.B. og Costa, að láta slag standa. Hann lætur það ganga um allan bæ að öllum sé boðið heim til hans í partí ársins. Og auðvitað lætur enginn bjóða sér tvisvar. Allir mæta og nú upphefst einhver svakalegasta veisla sem sögur fara af þegar hundruð partíglaðra ungmenna mæta með góða skapið, staðráðin í að nota tækifærið og skemmta sér áhyggjulaust fram á rauða nótt. Það skemmir auðvitað ekki fyrir stemningunni að Thomas á ríka foreldra sem búa vel í stóru húsi með sundlaug og fíneríi. Að vísu reynast nágrannarnir ekki alveg sáttir við lætin en það er aukaatriði ...
Tengdar fréttir
04.11.2013
Hasshaus verður skotmark
Hasshaus verður skotmark
Twilight stjarnan Kristen Stewart og Social Network leikarinn Jesse Eisenberg munu leika saman í myndinni American Ultra, en tökur myndarinnar hefjast í apríl nk. Stewart og Eisenberg sameinast þar með á ný, en þau léku saman í mynd Greg Mottola, Adventureland fyrir fimm árum síðan. Project X leikstjórinn Nima Nourizadeh leikstýrir. Eisenberg leikur í myndinni hasshaus sem...
04.03.2013
Engin risaaðsókn á toppnum
Engin risaaðsókn á toppnum
Stórmyndin Jack the Giant Slayer var vinsælasta myndin í bandarískum bíóhúsum nú um helgina og þénaði 28 milljónir Bandaríkjadala. Drengirnir á djamminu í 21 and Over ullu vonbrigðum en myndin þénaði aðeins 9 milljónir dala, og er því langt á eftir vinsældum Hangover og Project X til að mynda, en myndin er skrifuð af sömu handritshöfundum og skrifuðu Hangover metsölumyndina....
Trailerar
Stikla #2
Stikla
Umfjallanir
Dómar og einkunn
Rotten tomatoes gagnrýnendur: 28% - Almenningur: 61%