Ted (2012)12 ára
Frumsýnd: 11. júlí 2012
Tegund: Gamanmynd, Ævintýramynd
Leikstjórn: Seth MacFarlane
Skoða mynd á imdb 7.1/10 357,994 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
Sum leikföng endast of lengi
Söguþráður
Þegar John var átta ára gamall óskaði hann sér þess að leikfangabangsinn hans væri í raun lifandi og gæti talað við sig. hann. Fyrir einhverja galdra fékk hann ósk sína uppfyllta og upp frá því urðu hann og Ted alveg óaðskiljanlegir. Þegar þeir uxu báðir úr grasi kom hins vegar í ljós að Ted var ekki alveg sáttur við að vera bara úr bómul og svampi því innra með honum bærðust nákvæmlega sömu tilfinningar og langanir og hjá mennsku fólki og þótt honum þætti endalaust vænt um John þá vildi hann líka fá eitthvað meira ... sem var auðvitað ómögulegt því hann er bara tuskudýr. Eða hvað?
Tengdar fréttir
10.09.2014
Morgan Freeman í 'Ted 2'
Morgan Freeman í 'Ted 2'
Morgan Freeman hefur verið staðfestur í framhaldsmynd um bangsann kjaftfora, Ted. Leikarinn mun bregða sér í hlutverk lögfræðings í myndinni sem hjálpar Ted við að leysa úr lagalegum flækjum. Tökur eur hafnar á myndinni og fara þær fram í Boston í Bandaríkjunum. Mark Wahlberg fer með hlutverk eiganda bangsans, John Bennett, á ný. Að þessu sinni fer leikkonan Amanda Seyfried...
04.09.2014
Diesel fer á nornaveiðar
Diesel fer á nornaveiðar
Nýjasta kvikmynd leikarans Vin Diesel, The Last Witch Hunter, er væntanleg í kvikmyndahús á næsta ári. Myndin fjallar um ódauðlegan mann sem reynir að koma í veg fyrir að nornir leggi plágu á heimsbyggðina. Íslenski leikarinn Ólafur Darri Ólafsson fer með aukahlutverk í myndinni ásamt stórleikurunum Elijah Wood og Michael Cane og leikkonunni Rosie Leslie úr þáttunum Game...
Trailerar
Stikla bönnuð börnum
Stikla
Umfjallanir
Dómar og einkunn
Rotten tomatoes gagnrýnendur: 68% - Almenningur: 74%
Svipaðar myndir