The Best Exotic Marigold Hotel (2011)Öllum leyfð
Tegund: Gamanmynd, Drama
Leikstjórn: John Madden
Skoða mynd á imdb 7.3/10 75,830 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
Allt verður í lagi á endanum
Söguþráður
Dr. Ravi Kapoor er að niðurlotum kominn. Hann er búinn að vinna yfir sig og er úrvinda; spítalinn hans í Suður London er fjárþurfi, og blaðamenn eru á hælunum á honum vegna ellilífeyrisþega sem lá vanræktur á göngum spítalans. Heima fyrir er lífið líka að verða óþolandi. Tengdaföður hans, viðbjóðslegum og erfiðum gömlu karli, hefur verið hent út af elliheimilinu og er fluttur heim til Ravi. En þá fær frændi hans Sonny frábæra hugmynd.
Tengdar fréttir
10.02.2013
Argo valin best á BAFTA - Íslendingar unnu ekki
Argo valin best á BAFTA - Íslendingar unnu ekki
Argo, mynd Ben Affleck, fékk í kvöld aðalverðlaunin á BAFTA verðlaunahátíðinni bresku, eða bresku Óskarsverðlaununum eins og þau eru stundum kölluð. Myndin var valin besta mynd síðasta árs. Argo vann tvenn önnur verðlaun á hátíðinni, fyrir bestu klippingu og Affleck var valinn besti leikstjóri.  Verðlaunin bætast í hóp fjölmarga annarra verðlauna sem myndin hefur...
10.02.2013
Fá Skyfall og Day-Lewis BAFTA verðlaunin í kvöld?
Fá Skyfall og Day-Lewis BAFTA verðlaunin í kvöld?
BAFTA verðlaunin, sem gjarnan eru kölluð bresku Óskarsverðlaunin, verða afhent í kvöld. Talið er að Daniel Day-Lewis muni halda þar áfram sigurgöngu sinni, en hann er talinn líklegastur til að vinna BAFTA verðlaunin fyrir leik sinn í aðalhlutverki í Lincoln, mynd Steven Spielberg um Abraham Lincoln 16. forseta Bandaríkjanna. Day-Lewis hefur nú þegar unnið Golden Globe og...
Trailerar
Stikla
Umfjallanir
Svipaðar myndir