Journey 2: The Mysterious Island (2012)7 ára
Frumsýnd: 24. febrúar 2012
Tegund: Spennumynd, Gamanmynd, Ævintýramynd, Fjölskyldumynd
Leikstjórn: Brad Peyton
Skoða mynd á imdb 5.8/10 68,049 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
Believe the Impossible. Discover the Incredible.
Söguþráður
Hér segir frá ungum manni, Sean Anderson, sem er staðráðinn í að hafa uppi á afa sínum sem hafði fyrir löngu lagt upp í ferð til að finna ævintýraeyjuna sem Jules Verne hafði skrifað um, en síðan horfið sporlaust. Sean er alveg viss um að afi hans hafi í raun fundið eyjuna en geti bara ekki látið vita af því og því síður nákvæmlega hvar hann sé. Með grun sinn að leiðarljósi ásamt nýlegum sönnunargögnum ákveður hann að leggja í hann og freista gæfunnar. Með í för er hinn sterkbyggði Hank Parson sem er þó lítt trúaður á að eyjan sé til. Þeir félagar ákveða að leigja sér heldur vafasama þyrlu til að komast þangað sem eyjan á víst að vera, en það svæði er alræmt og talið eitt hættulegasta svæðið á jörðunni enda hafa margir sem þangað hafa farið ekki átt afturkvæmt á lífi. En Sean er staðráðinn í að láta ekkert stöðva sig ...
Tengdar fréttir
16.10.2013
Jörð skelfur hjá Johnson
Jörð skelfur hjá Johnson
Hercules leikarinn Dwayne Johnson hefur náð góðum árangri við að endurlífga kvikmyndaseríur, en þar má nefna Journey seríuna og Fast and the Furious seríuna. Það kemur því ekki á óvart að menn sjái möguleika í að fá leikarann í nýjar seríur, en New Line kvikmyndafyrirtækið vill nú gera stórslysamyndina San Andreas með Johnson í aðalhlutverkinu. Excited to make the...
27.02.2012
Sveittur skyndibiti í bíóformi
Sveittur skyndibiti í bíóformi
Journey 2: The Mysterious Island er aðeins betri en hún lítur út fyrir að vera, en það segir samt ekki neitt. Myndin er nákvæmlega það sem þú heldur og hún gerir litla tilraun til þess að höfða til þeirra sem elska allar myndir eftir Scorsese eða Aronofsky. Ég vissi alveg við hverju ég átti að búast og stillti meira að segja væntingar á mjög raunsæjan hátt með því...
Trailerar
Stikla
Umfjallanir
Svipaðar myndir