The Grey (2012)16 ára
Frumsýnd: 27. janúar 2012
Tegund: Spennumynd, Drama, Spennutryllir, Ævintýramynd
Leikstjórn: Joe Carnahan
Skoða mynd á imdb 6.8/10 204,457 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
Live or Die on this Day
Söguþráður
Liam Neeson leikur forystumann olíuleitarmannanna sem eru svo sem öllu vanir en hafa samt aldrei þurft að glíma við jafnerfiðar aðstæður. Eftir að flugvélin hefur stöðvast á snæviþöktum stað er enginn tími til að gleðjast fyrir þá sem lifðu nauðlendinguna af því enginn þeirra getur lifað til lengdar í því frosti sem þarna er. Þess utan eru mennirnir nánast matarlausir. Til að bæta gráu ofan á svart hafa öll fjarskiptatæki eyðilagst og vonin um að einhver muni finna þá áður en það er orðið of seint dofnar því strax og verður að engu. Það eina sem þeir geta gert er að axla það sem þeir hafa við höndina og freista þess að ganga til byggða. En þá tekur ekki betra við því að stór hópur af úlfum sem þarna lifa við erfiðar aðstæður verður var við mennina og er ekki á því að leyfa þeim að fara um svæðið. Þar með er hafin ísköld barátta sem á svo sannarlega eftir að taka á taugarnar ...
Tengdar fréttir
03.01.2013
The Descendants er besta mynd 2012
The Descendants er besta mynd 2012
Við áramót er það góður siður að gera topplista fyrir árið sem er nýliðið. Vignir Jón Vignisson á kvikmyndavefnum Svarthöfða hefur tekið saman tuttugu bestu myndir ársins 2012. Í samantekt hans segir að árið hafi verið býsna gott bíóár "þar sem einna mest fór fyrir risavöxnum og tilkomumiklum ofurhetjumyndum eins og The Avengers, The Amazing Spider-Man og The Dark...
30.10.2012
Crossbones grillar Captain America
Crossbones grillar Captain America
Leikarinn Frank Grillo, sem þekktur er fyrir leik sinn í The Grey og End of Watch m.a., hefur verið ráðinn til að leika vonda kallinn Crossbones í Captain America 2; Captain America: The Winter Soldier.  "Takk allir!! Ég gæti ekki verið ánægðari en nú, að verða hluti af Marvel fjölskyldunni," tísti Grillo. "Frábært fólk. Frábærar persónur og börnin mín verða ánægð." Crossbones...
Trailerar
Kitla
Umfjallanir
Dómar og einkunn
Rotten tomatoes gagnrýnendur: 79% - Almenningur: 61%
Svipaðar myndir