Man on a Ledge (2012)12 ára
Frumsýnd: 27. janúar 2012
Tegund: Spennutryllir, Glæpamynd
Leikstjórn: Asger Leth
Skoða mynd á imdb 6.6/10 125,967 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
You Can only push an Innocent Man so Far
Söguþráður
Nick Cassidy er fyrrverandi lögreglumaður sem nú er sjálfur á flótta undan armi laganna. Hann leigir sér hótelherbergi í einu af háhýsum Manhattan þar sem hann klifrar út um gluggann, kemur sér fyrir á syllunni fyrir utan og býr sig undir að taka stökkið. Það verður uppi fótur og fit á jörðu niðri þegar fólk sér hvað er að gerast og áður en varir er lögreglan og sérsveit hennar mætt á svæðið auk þess sem lögreglusálfræðingurinn Lydia Anderson er send upp í herbergið til að freista þess að tala um fyrir Nick og fá hann til að hætta við stökkið. Í ljós kemur að Nick telur sig hafa verið svikinn af aðilum innan stjórnkerfisins og að hann hafi verið dæmdur saklaus í fangelsi. Hann krefst réttlætis því annars hafi hann ekki um neitt annað að velja en að stökkva. Hann vill frekar deyja en fara í fangelsi. En hér er svo sannarlega ekki allt sem sýnist og framundan er æsispennandi atburðarás sem kemur á óvart ...
Tengdar fréttir
17.10.2012
Banks skammast sín
Banks skammast sín
Næsta verkefni leikkonunnar Elizabeth Banks verður að skammast sín, en upptökur á myndinni Walk of Shame hefjast í janúar í Los Angeles. Banks er þekkt úr myndum eins og Pitch Perfect, The Hunger Games, What to Expect When You're Expecting og Man on a Ledge. Leikstjóri verður Steven Brill sem einnig skrifar handritið. Hann hefur áður leikstýrt  Drillbit Taylor, Without a Paddle...
30.01.2012
Áhorf vikunnar (23.-29. jan)
Áhorf vikunnar (23.-29. jan)
Vikulegi liðurinn snýr aftur... with a vengance! Kominn tími til. Mikið var frumsýnt nú um helgina og voru The Grey og Man On A Ledge frumsýndar sömu helgi hérlendis og í Bandaríkjunum. Sú fyrrnefnda halaði inn heilar 20 millur en Sam Worthington á brúninni gekk verr en búist var við, með einungis rúmar 8 milljónir dollara. Einnig hófst Frönsk kvikmyndahátíð hérlendis...
Trailerar
Stikla
Umfjallanir
Svipaðar myndir