American Reunion (2012)12 ára
( American Pie: Reunion )
Frumsýnd: 4. apríl 2012
Tegund: Gamanmynd, Rómantísk
Skoða mynd á imdb 6.7/10 173,183 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
Save the best piece for last
Söguþráður
Það er liðinn rúmur áratugur síðan við kynntumst fyrst þeim Jim, Kevin, Oz, Steve og Finch sem þá voru uppteknir af því að missa sveindóminn. Nú snúa þeir aftur á æskuslóðirnar á endurfundi með öllum gamla hópnum. Það hlýtur auðvitað margt að hafa breyst síðan árið 1999 þegar hormónarnir voru aðaldrifkraftur piltanna og stjórnuðu flestum þeirra gerðum. Í fyrsta lagi eru þeir orðnir fullorðnir og í öðru lagi eru þeir kannski orðnir örlítið veraldarvanari þótt það sé ávallt stutt í grínið og gauraganginn. En það eru auðvitað ekki bara þeir sem snúa aftur af gamla genginu heldur líka allir hinir sem við kynntumst í fyrri myndunum, t.d. þær Michelle, Heather, Vicky og Nadia að ógleymdum pabba Jims, sem er alltaf jafn pollrólegur í tíðinni, og mömmu Stiflers sem hefur aldrei verið kynþokkafyllri - eða það finnst Finch að minnsta kosti. Tilefni endurfundanna er tíu ára útskriftarafmæli gengisins og á þeirri helgi sem nú fer í hönd fá þeir gott tækifæri til að treysta vinaböndin, finna út hvað hefur breyst og hvað ekki, og ekki síst glíma við táninga sem nú eru á svipuðu þroskaskeiði og þau voru sjálf á árið 1999.
Tengdar fréttir
06.08.2012
American Pie 5 á leiðinni
American Pie 5 á leiðinni
Margir voru skeptískir þegar tilkynnt var að bjarga ætti American Pie seríunni úr helvíti laustengdra beint-á-DVD mynda, og gefa út nýja mynd (í kvikmyndahús!) með upprunalega leikhópnum. Stundum er bara betra að láta kyrrt liggja. En American Reunion kom, sá og sigraði og sýndi með því að eitthvað líf væri ennþá í greddumyndaseríunni. Flestir bjuggust samt við að þar...
09.04.2012
Áhorf vikunnar 2. - 8. apríl
Áhorf vikunnar 2. - 8. apríl
Gleðilega Páska öll sömul! Vonandi hafa allir notið sín með fjölskyldu og vinum og legið í hollari (og óhollari) leti um helgina. Einhver svakalegasti (ef ekki aðal) bíómánuður ársins tók sinn fyrsta kipp með American Reunion og Titanic, en í þessari viku verða 100 ár liðin frá jómfrúferð skipsins og slysinu sem átti sér stað. Íslenska heimildarmyndin Baráttan um...
Trailerar
Stikla #2
Stikla
Stikla bönnuð börnum
Photo Booth Montage
Umfjallanir
Dómar og einkunn
Rotten tomatoes gagnrýnendur: 43% - Almenningur: 63%
Svipaðar myndir