Headhunters (2011)16 ára
( Hodejegerne )
Frumsýnd: 21. október 2011
Tegund: Spennumynd, Spennutryllir, Glæpamynd
Leikstjórn: Morten Tyldum
Skoða mynd á imdb 7.6/10 80,123 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Söguþráður
Roger Brown virðist lifa fullkomnu lífi. Honum gengur vel í starfi sínu sem fremsti mannaveiðari Noregs, er giftur hinni gullfallegu Díönu, sem rekur listasafn, og saman búa þau í stórglæsilegu húsi. En Roger er ekki allur þar sem hann er séður. Roger er nefnilega líka þjófur. Í gegnum listasafn eiginkonu sinnar aflar hann sér upplýsinga um fórnarlömb sín og þegar tekur að myrkva lætur hann til skarar skríða. Með þessum hætti tekst honum að fjármagna þann dýra lífstíl sem hann og eiginkona hans eru föst í. En hvert rán er aðeins tímabundin lausn. Dag einn kynnir Díana Roger fyrir hinum dularfulla Clas sem er eigandi gríðarlega verðmæts málverks. Roger bíður ekki boðanna og hefur að skipuleggja síðasta, og sömuleiðis allra stærsta rán ferils síns, þ.e. innbrot í vistaverur Clas. En málið er ekki eins einfalt og sýnist og áður en hann veit af er Roger búinn að koma sjálfum sér í stórhættu og þarf hann að taka á öllu sem hann á til að sleppa lifandi úr heimi þar sem blekking er aðalvopnið.
Tengdar fréttir
10.02.2013
Argo valin best á BAFTA - Íslendingar unnu ekki
Argo valin best á BAFTA - Íslendingar unnu ekki
Argo, mynd Ben Affleck, fékk í kvöld aðalverðlaunin á BAFTA verðlaunahátíðinni bresku, eða bresku Óskarsverðlaununum eins og þau eru stundum kölluð. Myndin var valin besta mynd síðasta árs. Argo vann tvenn önnur verðlaun á hátíðinni, fyrir bestu klippingu og Affleck var valinn besti leikstjóri.  Verðlaunin bætast í hóp fjölmarga annarra verðlauna sem myndin hefur...
10.02.2013
Fá Skyfall og Day-Lewis BAFTA verðlaunin í kvöld?
Fá Skyfall og Day-Lewis BAFTA verðlaunin í kvöld?
BAFTA verðlaunin, sem gjarnan eru kölluð bresku Óskarsverðlaunin, verða afhent í kvöld. Talið er að Daniel Day-Lewis muni halda þar áfram sigurgöngu sinni, en hann er talinn líklegastur til að vinna BAFTA verðlaunin fyrir leik sinn í aðalhlutverki í Lincoln, mynd Steven Spielberg um Abraham Lincoln 16. forseta Bandaríkjanna. Day-Lewis hefur nú þegar unnið Golden Globe og...
Umfjallanir
Svipaðar myndir