Svartur á leik (2012)16 ára
( Black's Game )
Frumsýnd: 2. mars 2012
Tegund: Spennumynd, Drama, Glæpamynd, Íslensk mynd
Leikstjórn: Óskar Thór Axelsson
Skoða mynd á imdb 6.8/10 3,504 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
Byggt á metsölubók Stefáns Mána
Söguþráður
Byggð á sakamálasögu Stefáns Mána. Svartur á leik gerist á þeim ótryggu tímum þegar undirheimar Reykjavikur eru að stækka og verða hættulegri. Við fylgjumst með upprisu og falli í hópi karaktera; Stebba, venjulegum manni sem flækist inn í eiturlyfjaheiminn í gegnum vin frá barnæsku, Tóta. Sá starfar sem handrukkari fyrir Jóa Faró, stærsta eiturlyfjabarón landsins síðan á 7. áratugnum. Tóti ásamt Brúnó, sem var líka á leiðinni upp framastigann, yfirtaka rekstur Jóa og breyta eiturlyfjamarkaðinum. Í byrjun myndar stendur Stebbi frammi fyrir því að fá á sig ákæru vegna slagsmála sem hann lenti í þegar hann var drukkinn. Hann rekst á Tóta sem bíður honum besta sakamálalögfræðing landsins ef hann kemur að vinna fyrir sig. Stebbi samþykkir það. Stuttu seinna þegar Brunó kemur frá sjálfskipaðari árs útlegð sinni erlendis, þá sér Stebbi að undir yfirborðinu liggur mikil spenna. Brúnó er siðblindur og hefur þrifist á hættu og glæpum. Tóti er hins vegar í tenglum við raunveruleikann og vill einungis reka fyrirtæki með hagnaði. Innrivalda togstreita byrjar og Stebbi er fastur í miðjunni. Sagan er sögð frá sjónarhóli Stebba og fer fyrri helmingur myndarinnar fram og tilbaka á milli Stebba, sem er að læra tökin og verða meðlimur klíkunnar með ágætis framahorfur, og baksögu Tóta og upphafs klíkunnar. Í seinni helmingnum hefur Brúno komið aftur og klíkan byrjuð að brotna niður. Endar það með því að Stebbi finnur sig fastan á milli steins (Tóta) og sleggju (Brúnó). Og þá er ekki minnst á lögregluna...
Tengdar fréttir
04.02.2015
13 áhugaverðar erlendar kápur/plaköt fyrir íslenskar myndir
13 áhugaverðar erlendar kápur/plaköt fyrir íslenskar myndir
Hönnun á kvikmyndaplakati skiptir miklu máli fyrir aðsókn á kvikmyndina. Ég hef oft farið að sjá mynd í bíó bara eftir að hafa hrifist af plakatinu. Sama má segja um VHS og DVD kápur. Maður stendur á leigunni og grípur mynd með spennandi kápu. Plaköt fyrir íslenskar myndir voru lengi mjög óspennandi, en mér finnst þau hafa skánað mjög síðustu tíu árin. En þau plaköt...
14.10.2014
Vampíran búin að borga sig
Vampíran búin að borga sig
Dracula Untold er vinsælasta bíómyndin utan Bandaríkjanna eftir sýningar síðustu helgi, og slær þar með við bæði spennutryllinum Gone Girl og hrollvekjunni Annabelle. Tekjur myndarinnar utan Bandaríkjanna nema 33,9 milljónum Bandaríkjadala yfir helgina alla. Myndin er jafnframt í öðru sæti yfir vinsælustu myndir í Bandaríkjunum eftir helgina, á eftir Gone Girl. Gerð...
Trailerar
Stikla
Kitla
Umfjallanir
Dómar og einkunn
Rotten tomatoes gagnrýnendur: -1% - Almenningur: 66%
Tilnefnd til "Tiger Awards".
Svipaðar myndir