The Woman in Black (2012)16 ára
Frumsýnd: 2. mars 2012
Tegund: Drama, Hrollvekja, Spennutryllir
Leikstjórn: James Watkins
Skoða mynd á imdb 6.5/10 110,796 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
Do You Believe in Ghosts?
Söguþráður
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Arthur lifað erfiða tíma en eiginkona hans lést fyrir fjórum árum þegar hún fæddi dóttur þeirra. Síðan þá hefur Arthur átt erfitt með að komast yfir sorgina, sem ásamt því að þurfa að sjá einsamall um uppeldi dótturinnar hefur komið niður á starfsframa hans og sett líf hans úr skorðum á ýmsan annan hátt. Þegar Arthur kemur í litla þorpið þar sem konan bjó kemur strax í ljós að íbúarnir þar vilja ekkert með hann hafa og óska þess heitast að hann láti sig hverfa til sinna heima sem allra fyrst. Þeir eru hræddir um að koma hans muni bara gera illt verra, en sagan segir að hin látna gangi nú aftur og hrelli íbúana. Og Arthur á svo sannarlega eftir að komast að því að draugur konunnar í svörtu er á sveimi í húsinu þar sem hún bjó og mun ekki finna neinn frið fyrr en hann hefur náð fram vilja sínum. Hver hann er á eftir að koma í ljós ...
Tengdar fréttir
05.08.2013
Radcliffe er Beat skáld - Fyrsta kitla úr Kill Your Darlings
Radcliffe er Beat skáld - Fyrsta kitla úr Kill Your Darlings
Fyrsta kitlan er komin fyrir nýjustu mynd Harry Potter leikarans Daniel Radcliffe, Kill Your Darlings. Myndinni er leikstýrt af John Krokidas og var sýnd fyrst á Sundance kvikmyndahátíðinni í byrjun ársins. Sjáðu kitluna hér fyrir neðan: Myndin verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum síðar í mánuðinum. Í kitlunni sjáum við auk Radcliffe þá Dane DeHaan,...
07.05.2013
Radcliffe fær japönsku mafíuna á bakið
Radcliffe fær japönsku mafíuna á bakið
Daniel Radcliffe, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Harry Potter í samnefndum myndum, gerir nú hvað hann getur til að hrista af sér barnastjörnuímyndina, og gengur bara ágætlega. Hann hefur leikið í myndum eins og The Woman In Black og Kill Your Darlings og samkvæmt Deadline vefsíðunni ætlar hann næst að leika í Tokyo Vice, spennutrylli sem byggður er á sannri sögu Jake...
Trailerar
Stikla #2
Stikla
Umfjallanir
Svipaðar myndir