The Dictator (2012)12 ára
Frumsýnd: 18. maí 2012
Tegund: Gamanmynd
Leikstjórn: Larry Charles
Skoða mynd á imdb 6.4/10 216,084 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
Einræði fyrir alla
Söguþráður
Hershöfðinginn Aladeen er einræðisherra í landi sínu, Wadiya, og hefur að undanförnu sætt vaxandi gagnrýni frá Vesturveldunum sem vilja ólm koma honum frá völdum. Við þetta er Aladeen ekki sáttur enda algjör andstæðingur lýðræðis þar sem uppþotapólitík eins og málfrelsi, mannréttindi og kvenfrelsi gerir ekkert annað en að æsa lýðinn. Honum er hins vegar ljóst að forráðafólk Vesturveldanna er ekki að grínast með hótunum sínum um að ráðast inn í land hans og því ákveður hann að lægja öldurnar, fara til New York og reyna að koma vitinu fyrir menn með snjöllu ávarpi á þingi Sameinuðu þjóðanna. En ferð Aladeens á svo sannarlega ekki eftir að fara eins og hann hafði áætlað og áður en yfir lýkur er aldrei að vita nema hann hafi skipt um skoðanir ...
Tengdar fréttir
08.10.2012
Statham og rússneska mafían á toppi DVD listans
Statham og rússneska mafían á toppi DVD listans
Vinsælasta myndin á Íslandi á DVD í vikunni 1. - 7. október var spennumyndin Safe með Jason Statham í aðalhlutverkí, en hún var líka í efsta sæti í síðustu viku. Í myndinni á Statham, í hlutverki fyrrverandi lögreglumannsins Luke Wright, í höggi við rússnesku mafíuna, sem er ekkert lamb að leika sér við. Mafían er búin að eyðileggja líf Wrights, og myrða fjölskyldu...
01.06.2012
Veronica Corningstone staðfest í Anchorman 2
Veronica Corningstone staðfest í Anchorman 2
Glöggir áhorfendur tóku eftir því í fyrstu stiklunni fyrir Anchorman: The Legend Continues að þar vantaði einn meðlim fréttateymis Channel 4 stöðvarinnar. Veronica Corningstone, sem var snilldarlega leikin af Christina Applegate, var ekki með: Stiklan var tekin upp í snarhasti nú í vor til þess að vera sýnd með The Dictator - myndin sjálf fer í tökur í febrúar...
Trailerar
Stikla #2
Stikla
Umfjallanir
Svipaðar myndir