Contraband (2012)16 ára
( Reykjavik-Rotterdam Remake )
Frumsýnd: 20. janúar 2012
Tegund: Spennumynd, Drama, Spennutryllir, Glæpamynd
Leikstjórn: Baltasar Kormákur
Skoða mynd á imdb 6.5/10 88,602 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
What would you hide to protect your family?
Söguþráður
Chris Farraday hefur ekki alltaf haldið sig réttum megin við lögin og var á sínum tíma flæktur í alls kyns glæpastarfsemi. Hann ákvað þó að snúa við blaðinu eftir að hann hitti núverandi eiginkonu sína, Kate, eignaðist með henni barn og starfar nú sem öryggisvörður. Dag einn kemst hann að því að bróðir Kate hefur heldur betur runnið til á svellinu í samskiptum sínum við miskunnarlausa glæpamenn og óttast nú svo um líf sitt að Chris á engan annan kost en að reyna að losa hann úr snörunni. En málin þróast með undarlegum hætti og áður en Chris veit af hafa tilraunir hans til að aðstoða mág sinn leitt stórhættu yfir hann sjálfan og fjölskyldu hans, en til þess má hann ekki hugsa. Þar með er hafin mögnuð atburðarás þar sem Chris þarf enn á ný að stíga yfir strik laganna, nota allt sem hann kann í baráttu sinni við glæpamennina, vernda fjölskyldu sína og koma málum þannig fyrir að hann sjálfur sleppi lifandi frá öllu saman ...
Tengdar fréttir
05.12.2013
Frá botninum á toppinn
Frá botninum á toppinn
Þau eru mörg vötnin sem runnið hafa til sjávar síðan Mark Wahlberg var dæmdur í tveggja ára fangelsi árið 1988 fyrir misheppnað rán og líkamsárás á mennina sem hann ætlaði að ræna. Mark Robert Michael Wahlberg fæddist í Boston þann 5. júní árið 1971 og er yngstur af níu systkinum. Fjölskyldan var fátæk, bjó í lítilli þriggja herbergja íbúð og ekki...
17.11.2013
Baltasar hafnaði Fast 7
Baltasar hafnaði Fast 7
Leikstjóranum Baltasar Kormáki standa nú allar dyr opnar í Hollywood eftir velgengni mynda hans Contraband og 2 Guns. Baltasar segir í samtali við Fréttablaðið að honum hafi til dæmis verið boðið að leikstýra nýjustu Fast & the Furious myndinni. "Ég fékk til dæmis boð um að leikstýra Fast & the Furious 7 en ég hafnaði því. Ég hafði einfaldlega ekki áhuga. Það...
Trailerar
Stikla
Umfjallanir
Svipaðar myndir