Battleship (2012)12 ára
Frumsýnd: 13. apríl 2012
Tegund: Spennumynd, Spennutryllir, Vísindaskáldskapur
Leikstjórn: Peter Berg
Skoða mynd á imdb 5.9/10 201,000 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
The Battle for Earth begins at sea
Söguþráður
Það er á ósköp venjulegum degi sem fyrsta árásin er gerð. Skyndilega fellur risastór vígahnöttur til jarðar og hreinlega rífur allt í sundur sem fyrir honum verður. Í kjölfarið fylgja svo margir svona hnettir með ólýsanlegri eyðileggingu og manntjóni. Ráðamönnum verður strax ljóst að árásin er ekki af þessum heimi og að tilgangur hennar er að útrýma öllu mannlegu lífi. Um leið kemur í ljós að meginfloti geimveranna hefur komið sér fyrir undir yfirborði hafsins þaðan sem þessum ógnvekjandi vígahnöttum er skotið á land. Það kemur því fyrst í hlut bandaríska flotans og ráðamanna hans að reyna einhver varnarviðbrögð þótt ekki sé ljóst hvernig hægt sé að ráða niðurlögum hins öfluga innrásarhers. Til að gera baráttuna enn flóknari hafa geimverurnar náð að einangra árásarsvæðið þannig að það sé ómögulegt fyrir utanaðkomandi að koma til aðstoðar ...
Tengdar fréttir
29.10.2015
Rihanna í nýrri mynd Luc Besson
Rihanna í nýrri mynd Luc Besson
Söngkonan Rihanna mun leika stórt hlutverk í næstu mynd Luc Besson, Valérian and the City of a Thousand Planets.  Besson tilkynnti þetta á Instagram og setti þar mynd af Rihanna með orðunum: „Rihanna er Valerian!!!!....og hún leikur stórt hlutverk!! Ég er mjöööööög spenntur." Valérian and the City of a Thousand Planets er tímaflakksmynd sem gerist á 28. öld og er byggð...
08.01.2014
Frumsýning: Lone Survivor
Frumsýning: Lone Survivor
Myndform frumsýndir spennumyndina Lone Survivor á föstudaginn næsta þann 10. janúar í Laugarásbíói, Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri. Lone Survivor segir frá fjórum sérsveitarmönnum í bandaríska hernum sem fara í leynilega sendiför til Afganistan til að freista þess að handsama eða ráða háttsettan liðsmann Talibana, Ahmad Shahd, af dögum. Ekki fer...
Trailerar
Stikla #3
Super Bowl auglýsing
Stikla
Stikla
Umfjallanir
Svipaðar myndir