The Amazing Spider-Man (2012)12 ára
Frumsýnd: 4. júlí 2012
Tegund: Spennumynd, Spennutryllir, Ævintýramynd
Leikstjórn: Marc Webb
Skoða mynd á imdb 7.2/10 300,217 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
His past was kept from him. His search for answers has just begun.
Söguþráður
Peter Parker elst upp hjá frænda sínum Ben og konunni hans May, eftir að foreldrar hans neyðast til að yfirgefa hann og látast svo af slysförum. Hann er utangátta í skólanum og á erfitt með að átta sig á því hver hann er og hvaðan hann kemur. Hann er á sama tíma að uppgötva hrifningu sína af Gwen Stacy og saman kljást þau við ástina, skuldbindingar og leyndarmál. Þegar Peter uppgötvar dularfulla skjalatösku sem var í eigu föður hans, hefur hann vegferð sem snýst um að reyna skilja hvarf foreldra sinna og leiðir hann beint í fangið á Dr. Curt Connors, fyrrverandi vinnufélaga föður síns. Spider-Man mun þurfa berjast við The Lizard, afsprengi misheppnaðrar vísindatilrauna Dr. Connors á sjálfum sér og í leiðinni þarf hann að taka afdrifaríkar ákvarðanir varðandi ofurkraftana sem hann býr yfir og móta þannig framtíð sína sem sannkölluð hetja.
Tengdar fréttir
13.04.2014
The Amazing Spider-Man 2 heimsfrumsýnd í London
The Amazing Spider-Man 2 heimsfrumsýnd í London
Það var mikið um dýrðir þegar The Amazing Spider-Man 2 var heimsfrumsýnd í London rétt fyrir helgina. Aðalleikararnir Andrew Garfield, Emma Stone og Jamie Foxx mættu á rauða dregilinn sem var skreyttur kóngulóamerkinu. Aðdáendur myndanna voru mættir allstaðar að frá Englandi, Skotlandi og Írlandi, sumir hverjir lengra frá. Hér að neðan má sjá myndband frá frumsýningunni. Garfield...
03.02.2014
Rafmögnuð stikla úr The Amazing Spider-Man 2
Rafmögnuð stikla úr The Amazing Spider-Man 2
Það má búast við rafmagnaðri spennu í nýjustu kvikmyndinni um kóngulóarmanninn, The Amazing Spider-Man 2. Í stiklunni er kóngulóarmaðurinn orðinn þjóðþekkt persóna og margir horfa upp til hans. Hlutirnir breytast þó þegar nýr þorpari, Electro, leikinn af Jamie Foxx, kemur fram á sjónarsviðið og fáum við að kynnast því hvernig hann verður að þessu rafmagnaða fyrirbæri. Andrew Garfield...
Trailerar
Stikla #3
Alþjóðleg stikla #2
Stikla
Aukaefni
Honest Trailers
Umfjallanir
Dómar og einkunn
Rotten tomatoes gagnrýnendur: 73% - Almenningur: 78%
Svipaðar myndir