Snow White and the Huntsman (2012)12 ára
Frumsýnd: 30. maí 2012
Tegund: Spennumynd, Drama, Ævintýramynd
Leikstjórn: Rupert Sanders
Skoða mynd á imdb 6.1/10 209,148 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
From the Producers of Alice in Wonderland
Söguþráður
Mjallhvít er ótrúlega falleg ung kona. Fegurð hennar er samt ákveðin bölvun. Hún elskar Prince Charmant, strák á sama aldri og hún er, en þau voru aðskilin sem unglingar. Mjallhvít hefur verið neydd til að búa undir harðræði Ravenna og einu vinir hennar eru dýrin sem veita henni athygli. Líf Mjallhvítar fer allt úr skorðum þegar Ravenna uppgötvar að Mjallhvít er að verða fegurst allra kvenna í ríkinu. Hún er rekin úr kastalanum þar sem hún býr, og veiðimaðurinn Eric er sendur á eftir henni til að drepa hana. Hann glímir sjálfur við mikla sorg, en hann missti konu sína Söru, sem hann elskaði mjög mikið og á erfitt með að losna við sársaukann sem fylgir dauða hennar. Hann drekkur ótæpilega og eyðir dögum sínum í að leita að White Wolf sem drap konu hans. Eric er málaliði, sem þiggur laun fyrir að elta fólk. Hann þiggur laun frá Ravenna til að elta fallegustu stúlkurnar í ríkinu og koma með þær til kastalans. Þegar Eric uppgötvar að White Wolf vinnur fyrir Ravenna, þá flýr hann með Mjallhvíti og inn í dimman skóginn og fer að undirbúa hefnd sína.
Tengdar fréttir
04.11.2013
Hasshaus verður skotmark
Hasshaus verður skotmark
Twilight stjarnan Kristen Stewart og Social Network leikarinn Jesse Eisenberg munu leika saman í myndinni American Ultra, en tökur myndarinnar hefjast í apríl nk. Stewart og Eisenberg sameinast þar með á ný, en þau léku saman í mynd Greg Mottola, Adventureland fyrir fimm árum síðan. Project X leikstjórinn Nima Nourizadeh leikstýrir. Eisenberg leikur í myndinni hasshaus sem...
29.10.2013
Hálendingurinn lifnar við - fær leikstjóra
Hálendingurinn lifnar við - fær leikstjóra
Highlander, ævintýramyndin um skoska Hálendinginn Connor MacLeod, sem gat lifað að eilífu, er nú um það bil að fá nýtt líf, en framleiðslufyrirtækið Summit Entertainment er búið að finna leikstjóra til að stýra endurræsingu á Highlander seríunnni. Það var Christopher Lambert sem lék Hálendinginn svo eftirminnilega í fyrri seríunni, og sjálfur Sir Sean Connery lék...
Trailerar
Stikla
Kitla
Umfjallanir
Svipaðar myndir