Animals United
Öllum leyfð
FjölskyldumyndTeiknimynd

Animals United 2010

(Dýrafjör)

Frumsýnd: 13. maí 2011

4.9 5580 atkv.Rotten tomatoes einkunn 25% Critics 6/10
93 MÍN

Hið árlega flóð lætur á sér standa á Okavango sléttunni í Afríku. Vatnið er af skornum skammti og stutt í blóðugu baráttu um síðustu dropana. Jarðkötturinn Billy vill sanna sig fyrir syni sínum, Junior, og heldur því af stað í leit að vatni með besta vini sínum, Socrates, sem er ímyndunarveikt ljón. Á leiðinni hitta þeir fyrir ólíklegustu dýr,... Lesa meira

Hið árlega flóð lætur á sér standa á Okavango sléttunni í Afríku. Vatnið er af skornum skammti og stutt í blóðugu baráttu um síðustu dropana. Jarðkötturinn Billy vill sanna sig fyrir syni sínum, Junior, og heldur því af stað í leit að vatni með besta vini sínum, Socrates, sem er ímyndunarveikt ljón. Á leiðinni hitta þeir fyrir ólíklegustu dýr, sem öll leita nýrrar búsetu þar sem heimili þeirra hafa eyðilagst í eldsvoðum, olíulekum eða öðrum slysum af völdum manna. Billy kemst að því hvers vegna vatnið hefur ekki enn flætt um sléttuna. Búið er að byggja stíflu til að mynda uppistöðulón í virkjun sem á að búa til næga orku fyrir lúxushótel. Þeir félagar leggja á ráðin um að ráðast inn og eyða virkjuninni en Socrates er fangaður í búr og á að senda hann til Las Vegas í sýningu. Þá ríður á að dýrin standi saman til að leysa vin sinn úr prísundinni og binda enda á vatnsvanda sléttunnar áður en allt er um seinan. ... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn