Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Merlin 1998

Fannst ekki á veitum á Íslandi

The most magical adventure of all time.

182 MÍNEnska

Hinn goðsagnakenndi seiðkarl Merlin segir hér söguna af stríðinu gegn álfkonunni Mab drottningu af Sidhe, og hvernig Camelot varð til.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Merlin sjónvarpsmynd frá 1998, hljómar verra en þa
Ég hafði einhverjar vægar minningar af Sam Neill sem Merlin í sjónvarpinu frá fyrir aldamótum. Nú á tímum þar sem hægt er að sjá allan fjandann gegnum netið þá rakst ég á þetta af slysni og ákvað að tjekka á þessu. Það sem ég fékk var þriggja tíma töfraupplifun þar sem blanda af nostalgíu og láum væntingum gáfu mér 180 af óleiðinlegum mínútum. Fyrir sjónvarpsframleiðslu þá er Merlin talsvert betri en aðrar myndir, sérstaklega á 90's tímabilinu áður en sjónvarpsframleiðslur byrjuðu að taka fram úr kvikmyndum. T.d Band of Brothers, Rome og nýlega Game of Thrones.

Það sem Merlin gerir vel, gerir hún mjög vel en það sem Merlin gerir illa, gerir hún hrikalega illa. Á seinustu árum höfum við fengið myndir eins og King Arthur, sem var að mínu mati ekki góð mynd en engan vegin slæm heldur. Hinsvegar gegnum áratugina hafa komið endalausar myndir um goðsögn Artúrs í ýmsum tegundum. Mig hefur alltaf fundist Artúr vera óáhugaverð persóna, sem söguleg og kvikmyndaleg persóna. Áhugi minn beindist alltaf að Merlin sem persónu og þessi mynd nær einmitt að sýna okkur áhugaverðan Merlin, langt frá þessum barbaríska blámálaða villimanni í King Arthur eða undarlega bretanum í Excalibur.

Helsti kosturinn er hvernig persóna Merlin er, í stað þess að vera gáfaði galdrakallinn sem við könnumst öll við þá er hann eigingjarn, hrokafullur og oft við það að vera hreint út sagt illur. Hann notar galdra til að blekkja fólk og plata það, oftar en ekki fyrir sína eigin þágu. Baksagan hans er þó hrikalega mistæk, reynt er að troða illkvendi í myndina sem stjúpmóður hans sem er einnig í göldrum. Frammistaða hennar Miröndu Richards er alveg á mörkunum við að vera hlægileg, sleppur rétt svo. Svo er einnig reynt að troða ástarsögu í söguna, hefði persóna stelpunnar verið meira en bara "damsel in distress" þá hefði sá þráður án efa verið aðeins áhugaverðari.

Það er mikill fjölskyldu "vibe" til staðar, það er slatti af ofbeldi og átökum en rétt svo nógu lítið fyrir krakkana. Ég myndi kalla þessa mynd gott dæmi um meinlausa, saklausa og einfalda sögu sem reynir fátt nýtt en nær að alltaf að vera áhorfanleg og halda athyglinni. Annað eins og nýjustu þættirnir Camelot sem reyna að vera raunverulegri útgáfur af Artúr goðsögninni þá finnst mér Merlin sanna það að það sé ekki alltaf betra. Meðan Camelot þættinir eru frekar þurrir og leiðinlegir þá er Merlin allt nema það.

Það er ekki mikið meira að segja, Merlin kemur og fer á engri stundu og líklega muntu ekki hugsa um hana eftirá. Ég hef þó rekist á marga gagnrýnendur sem hafa rosalega ást á þessari mynd, þó ég hafi ekki fundið þá ást þá var ég engan vegin ósáttur með þessa meinlausu og yfirborðskenndu mynd. Hún tekur sig engan vegin alvara og hefur slatta af húmor hér og þar. Fyrir þá sem kannast við First Knight þá er Merlin í stíl við á mynd. Hvort það er gott eða slæmt fer eftir þér.
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

26.12.2021

Vilja fá Bono til að syngja á ný

Ný jólamynd kemur formlega í bíó í dag, þó hún hafi reyndar byrjað í sýningum í síðustu viku. Þar er um að ræða hina stórskemmtilegu Syngdu 2, eða Sing 2, teiknimynd troðfull af skemmtilegri tónlist og enn skemmtileg...

08.12.2021

Risastór rauður hvutti, hyrndur óvættur og Lafði Díana

Eins og svo oft áður fáum við góða blöndu af þrælspennandi nýjum myndum í bíó nú um næstu helgi sem snerta á ólíkum strengjum í hjörtum okkar. Ein er hrollvekja, önnur er hugljúf fjölskyldumynd og sú þriðja er sög...

15.10.2021

James Bond langvinsælastur

Nýja James Bond kvikmyndin No Time to Die er vinsælasta kvikmyndin á landinu samkvæmt nýjasta aðsóknarlista FRISK. Tæplega fimmtán þúsund miðar seldust um síðustu helgi en myndin heldur sigurgöngu sinni áfram nú he...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn