Náðu í appið
Öllum leyfð

Tootsie 1982

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Desperate, he took a female role and became a star. If only he could tell the woman he loves.

116 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 91% Critics
The Movies database einkunn 88
/100
Hlaut m.a. óskarsverðlaun og fjölda annarra verðlauna.

Atvinnulaus leikari sem þykir erfiður í samskiptum dulbýr sig sem konu til að fá hlutverk í sápuóperu. Michael Dorsey er atvinnulaus leikari sem á erfitt með að fá vinnu. Til að finna starf og til að hjálpa vini sínum að fjármagna leikrit sem hann er að skrifa, þá ákveður hann að klæða sig upp sem kona, Dorothy Michaels, og fær starf í sápuóperu í... Lesa meira

Atvinnulaus leikari sem þykir erfiður í samskiptum dulbýr sig sem konu til að fá hlutverk í sápuóperu. Michael Dorsey er atvinnulaus leikari sem á erfitt með að fá vinnu. Til að finna starf og til að hjálpa vini sínum að fjármagna leikrit sem hann er að skrifa, þá ákveður hann að klæða sig upp sem kona, Dorothy Michaels, og fær starf í sápuóperu í sjónvarpi. Dorsey finnur sig vel í hlutverkinu og verður smátt og smátt þessi kona sem hann leikur, og heillar konur um allt land og hvetur þær til að losna undan oki manna og verða meira eins og hún. Þetta nýja hlutverk setur Dorsey í skrítna stöðu þar sem hann / hún verður hrifin af mótleikkonu sinni, og faðir mótleikkonu hennar er einnig orðinn ástfanginn af honum/henni, og karlkyns meðleikari þráir ást hennar og alúð.... minna

Aðalleikarar

Dustin Hoffman

Michael Dorsey / Dorothy Michaels

Jessica Lange

Julie Nichols

Teri Garr

Sandy

Dabney Coleman

Ron Carlisle

Charles Durning

Les Nichols

Bill Murray

Jeff Slater

Cormac Funge

George Fields

George Gaynes

John Van Horn

Ronald L. Schwary

Phil Weintraub

Debra Mooney

Mrs. Mallory

Estelle Getty

Middle-Aged Woman

Marjorie Lovett

Salesgirl

Anne Shropshire

Mrs. Crawley

Andy Warhol

Himself (uncredited)

Leikstjórn

Handrit


Michael Dorsey, atvinnulausum leikara í Los Angeles gengur ekkert að fá vinnu í sínu fagi fyrr en hann klæðir sig upp eins og konu, kemst að með hlutverk í sápuóperu og slær eftirminnilega í gegn sem sannkölluð rauðsokka en tekur um leið kvenhlutverk sitt alvarlega. Frábærlega fyndinn farsi með einkar góðum leikurum en enginn þeirra slær þó eins eftirminnilega í gegn og Dustin Hoffman í hinu tvöfalda hlutverki sínu sem karl og kona. Hann lítur meira að segja nógu glæsilega út til að njóta hylli tveggja karlmanna. Jessica Lange sem leikur Julie, sem leikur með Hoffman í sápuóperunni fékk óskar fyrir stórgóðan leik sinn, en þetta er eitt af allra fyrstu hlutverkum hennar. Meðal annarra eftirminnilegra leikara má nefna Teri Garr, Bill Murray, Charles Durning, Dabney Coleman, Geenu Davis og leikstjórann Sydney Pollack sem leikur umboðsmann Dustins Hoffman. Semsagt frábært leikaralið, frábært handrit, góð myndtaka og fín leikstjórn. Allt þetta og miklu meira gera það að verkum að smellurinn TOOTSIE er að sjálfsögðu fjögurra stjörnu virði. Þeim sem ekki hafa séð myndina, bendi ég endilega á að drífa í því sem fyrst. Hún er hreint yndislega fyndin og mannbætandi!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

13.11.2015

Handrit Annie Hall fyndnast í sögunni

Handritið að Annie Hall í leikstjórn Woody Allen hefur verið kjörið það fyndasta í sögunni af samtökunum Writers Guild of America.  Allen og Marshall Brickman sömdu handrit myndarinnar sem kom út árið 1977. Alls var 101 mynd tilnefnd sem hefur komið út síðustu 86 árin. ...

20.12.2013

Leikur mömmu Wahlberg

Leikkonan Jessica Lange hefur bæst við leikaraliðið í endurgerð myndarinnar The Gambler. Hún mun leika móður Mark Wahlberg en James Caan lék í upphaflegu myndinni frá 1974. Leikstjóri verður Rupert Wyatt (Rise of the Planet of the Apes). Myndin fjallar um enskan prófessor með sp...

25.12.2012

Charles Durning er látinn

Hinn þekkti karakter-leikari, Charles Durning, er látinn, 89 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu í New York í Bandaríkjunum. Durning lék í myndum eins og The Sting og Tootsie og nú síðustu árin lék hann föður Denis Leary í sl...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn