Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

As Good as It Gets 1997

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 20. febrúar 1998

Brace yourself for Melvin.

139 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 86% Critics
The Movies database einkunn 67
/100
Hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta leikara (Jack Nicholson) og bestu leikkonu (Helen Hunt). Var einnig tilnefnd til 5 annarra Óskarsverðlauna, þar á meðal sem besta mynd.

Einstæð móðir og gengilbeina, fordómafullur og sérlundaður rithöfundur og samkynhneigður listamaður mynda ólíklegan vinskap eftir að ræningjar ráðast á listamanninn og hann lendir á spítala í kjölfarið. Við það þarf rithöfundurinn Melvin að sjá um hund listamannsins. Að auki þarf gengilbeinan Carol, sem er sú eina sem umber Melvin, að hætta í vinnunni... Lesa meira

Einstæð móðir og gengilbeina, fordómafullur og sérlundaður rithöfundur og samkynhneigður listamaður mynda ólíklegan vinskap eftir að ræningjar ráðast á listamanninn og hann lendir á spítala í kjölfarið. Við það þarf rithöfundurinn Melvin að sjá um hund listamannsins. Að auki þarf gengilbeinan Carol, sem er sú eina sem umber Melvin, að hætta í vinnunni til að sinna syni sínum, sem raskar öllum morgunverðaráætlunum Melvin á veitingahúsinu þar sem Carol vann.... minna

Aðalleikarar

Jack Nicholson

Melvin Udall

Helen Hunt

Carol Connelly

Greg Kinnear

Simon Bishop

Cuba Gooding Jr.

Frank Sachs

Shirley Knight

Beverly Connelly

Jesse James

Spencer Connelly

Yeardley Smith

Jackie Simpson

Akaji Maro

Nora Manning

Skeet Ulrich

Vincent Lopiano

Harold Ramis

Dr. Bettes

Bibi Osterwald

Neighbor Woman

Shinnosuke Ikehata

Policewoman

Jared Dorrance

Man at Table

Missi Pyle

Cafe 24 Waitress

Leslie Stefanson

Cafe 24 Waitress

Tara Subkoff

Cafe 24 Waitress

Lisa Edelstein

Woman at Table

Rosa Valetti

Cafe 24 Customer

Jamie Kennedy

Street Hustler

Kathryn Morris

Psychiatric Patient

Linda Gehringer

Publisher

Julie Benz

Receptionist

Kaitlin Hopkins

Woman in Lobby

Jimmy Workman

Sean from the Bakery

Todd Solondz

Man on Bus

Leikstjórn

Handrit


Jack Nicholson klikkar aldrei, og Þá náttúrulega ekki í þessari heldur. Það er óþarfi að tala um gang myndarinnar þannig að ég vind mér beint í frammistöðu allra sem að myndinni komu. Eins og áður segir þá klikkar kallinn aldrei og hægt að skemmta sér yfir öllum hans myndum, en það er aðallega vegna þess hversu góður hann er að bregða sér í ''allra kvikinda líki''. Hann er eins og kamelljón og aðlagast aðstæðum sem að henta hverju hlutverki nánast fullkomlega. Það á vel við þessa mynd þar sem hann er að leika ansi sérlundaðann mann sem ekkert er heilagt og finnst honum að veröldin ætti að snúast um sig, þótt að Það sé ains fjarstæðukennt og hugsast getur. Maður gjörsamlega gleymir að maður sé að horfa á kvikmynd og fer að finna til með kallinum og skemmtir sér vel yfir öllum hans uppátækjum. Helen Hunt er líka mjög góð sem útivinnandi mamma sem á veikan strák, og það versta sem hún gerir í vinnuni er að umgangast Jack. En manngæskan skín frá Hunt og kemur það einnig vel út þegar hún þarf að skamma kallinn fyrir tillitsleysi. Greg Kinnear leikur homman af mikilli sannfæringu og virðist það fara honum vel að vera svona kveif sem að þarf svo að umgangast rudda eins og Nicholson er. Cuba Gooding jr er að smellpassa í sitt litla hlutverk (enda held ég að hann sé laumuhommi) og fer maður að hata hann meira efir að hafa séð þessa mynd. Það eru skemmtilegar fléttur í myndinni sem að gera hana áhugaverða og skemmtilega með eindæmum þannig að það er hiklaust hægt að mæla með henni ef að fólk er fyrir svolítið af dramatík í bland við slatta af húmor ásamt fantagóðum leik sem er byggður ofaná áhugavert handrit.

Þetta er bara rosalega flott mynd sem maður nennir að horfa á oftar en einu sinni. Leikarar leika vel og sérstaklega Jack Nicholson.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fyndin mynd með snillingnum Jack Nicholson. Nicholson leikur sýklafælinn mann sem hittir konu (Helen Hunt) á kaffihúsi en söguþráðurinn er ekki svo lélegur maður verður að sjá myndina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Snilld! Frábær mynd með meistara Nicholson. Lýsir vel sálarástandi hins veika manns, og er í leiðinni fyndin en dramatísk. Helen Hunt kannski ekki alveg nógu sterk alltaf, en Nicholson á myndina. Skylduáhorf.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Góð mynd með uppáhalds leikara mínum Jack Nicholson. Jack leikur sýklafælinn gaur sem hittir konu sem vinnur á kaffihúsui (Helen Hunt). Jack Nicholson leikur þetta ótrúlega vel þessi útsmogni djöfull.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

31.12.2020

Stjörnurnar sem kvöddu okkur á árinu

Fjölmargir þekktir einstaklingar víða kvöddu okkur á árinu 2020; fólk sem hafði getið af sér gott orð í listaheiminum. Í hópi þeirra sem létust má nefna tónskáld á heimsmælikvarða, nokkrar skærustu leikko...

04.03.2018

Óskarsverðlaunin: Hverjir hafa unnið oftast?

Í nótt að íslenskum tíma verða Óskarsverðlaunin afhent í nítugasta skipti. Í tilefni af því er gaman að rifja upp hvaða leikarar hafa oftast hlotið þessi virtu verðlaun. 1. Walt Disney: 59 tilnefningar (Vann 26 ) Fjögur af verðlaunum D...

26.07.2015

Hætta að tala við fullorðna

As Good as it Gets leikarinn Greg Kinnear og Zero Dark Thirty leikkonan Jennifer Ehle munu leika aðalhlutverkið í nýjustu mynd Love Is Strange leikstjórans Ira Sachs, en tökur myndarinnar hófust í gær, 25. júlí. The Wrap ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn