Flipped (2010)7 ára
Tegund: Gamanmynd, Rómantísk, Drama
Leikstjórn: Rob Reiner
Skoða mynd á imdb 7.7/10 61,312 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Söguþráður
Flipped segir frástráknum Bryce Loski og stelpunni Julie Baker. Juli hefur verið yfir sig hrifin af Bryce síðan í öðrum bekk í grunnskóla, þegar þau hittust fyrst. Sú tilfinning hefur hins vegar aldrei verið endurgoldin af hálfu Bryce, sem hefur alltaf fundist Julie stórskrítin. Hann gengur meira að segja svo langt í sjötta bekk að bjóða stelpunni sem Julie hatar mest út á stefnumót til þess eins að gera Julie afhuga sér. Það virkar aðeins í stuttan tíma, því sönn hrifning á erfitt með að hverfa. Það er svo í áttunda bekk sem Bryce fer að taka eftir því að Julie er kannski ekki jafn hallærisleg og hann hélt allan þennan tíma, en þá gerist það á sama tíma að Julie fer að efast um tilfinningar sínar gagnvart Bryce, sem gerir hlutina að sjálfsögðu mun flóknari en ella...
Umfjallanir
Svipaðar myndir