Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Risky Business 1983

Joel had all the normal teenage fantasies...cars, girls, money. Then his parents left for a week, and all his fantasies came true.

98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 92% Critics
The Movies database einkunn 75
/100

Táningurinn Joel er skilinn eftir heima þegar foreldrar hans fara í sumarfrí, en þau búa í úthverfi Chicago borgar í Bandaríkjunum. Nú hefur Joel húsið útaf fyrir sig sem og Porche bíl. Joel, eftir áeggjan vina sinna, fer á fjörurnar við vændiskonuna Lana. Eftir að Lana hittir áhugasama vini Joels, þá sér hún í því gott viðskiptatækifæri og stingur... Lesa meira

Táningurinn Joel er skilinn eftir heima þegar foreldrar hans fara í sumarfrí, en þau búa í úthverfi Chicago borgar í Bandaríkjunum. Nú hefur Joel húsið útaf fyrir sig sem og Porche bíl. Joel, eftir áeggjan vina sinna, fer á fjörurnar við vændiskonuna Lana. Eftir að Lana hittir áhugasama vini Joels, þá sér hún í því gott viðskiptatækifæri og stingur upp á að hún komi með vinkonur sínar og kollega sem eru hver annarri glæsilegri. Joel er stórhrifinn af hugmyndinni, eða þar til Porche bíllinn fer ofaní Michigan stöðuvatnið, sem kallar á það að nú þarf að redda fullt af peningum.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Risky Business kom út sama ár og ég fæddist 1983 svo það er óþarft að taka fram að ég sá hana ekki í bíó. Hinsvegar tók ég hana á DVD fyrir stuttu síðan og fannst hún bara prýðileg skemmtun. Sagan gengur útá það að foreldrar Joel Goodson (Cruise) eru að fara út úr bænum og Joel ákveður að fara smá rúnt á Porsche föður síns. Að sjálfsögðu lendir hann í klandri með bílinn og þarfnast peninga til viðgerðarinnar og það fljótt. Flókin ráðagerð þróast í að koma upp pútnahúsi á heimili foreldra hans og með hjálp skækjunnar Lönu og vinkvenna hennar fær Joel tækifæri á að laga bíl föður síns og hjálpa vinum sínum að missa sveindóminn. Risky Business er mjög snjöll og skemmtileg gamanmynd á hærra plani en flestar gamanmyndir níunda áratugarins. Handritshöfundi og leikstjóra Paul Brickman tekst það ótrúlega, hann notar vitsmuni og stíl til að segja sögu sem leit að öllum líkindum ekki merkilega út á blaði. Joe Pantoliano er óborganlegur sem melludólgurinn Guido sem læsir hornum við Cruise. 3 stjörnur af 5
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

16.10.2016

Cruise hleypur stanslaust í ofurklippu

Burger Fiction á YouTube hefur búið til ofurklippu með öllum hlaupum Tom Cruise á kvikmyndaferli hans. Þar sést Cruise hlaupa eins og fætur toga í myndum á borð við Born on the Fourth of July, The Firm, Minority Repo...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn