Mysterious Skin 2004

Drama
Mysterious Skin
Frumsýnd:
22. mars 2006
Leikstjórn:
Leikarar:
Tungumál:
Enska
Vefsíða:
Aldur USA:
NC-17

Tveir strákar alast upp saman í Hutschinson, í Kansas í Bandaríkjunum. Neil sem er tilgerðarlegur og hégómlegur bragðarefur, og Brian sem er feiminnn góður strákur, sem hefur áhuga á geimverum og fólki sem hefur verið... Lesa meira

Tveir strákar alast upp saman í Hutschinson, í Kansas í Bandaríkjunum. Neil sem er tilgerðarlegur og hégómlegur bragðarefur, og Brian sem er feiminnn góður strákur, sem hefur áhuga á geimverum og fólki sem hefur verið numið brott af geimverum. Saman komast þeir að skelfilegum, en frelsandi sannleika. ... minna

Tekjur: $1.524.966

LEIKSTJÓRN

LEIKARAR

Sjá fleiri sem leika í myndinni

GAGNRÝNI (1)

0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hörð og eftirminnileg þroskasaga
Mysterious Skin fjallar um Neil og Brian. Ég ætla ekki að spoila meira en að þeir eiga báðir ógeðfelldar minningar frá barnæsku. Þessi mynd segir frá lífi þeirra um tvítugt og hvernig þeir takast á við þetta.

Joseph Gordon-Levitt er mjög mjög góður leikari og sýnir það hér í eitt af hans fyrstu aðalhlutverkum (held ég allavega) að hann er einn fremst leikari sinnar kynslóðar. Hann túlkar Neil svo raunverulega og hann bara algjörlega neglir karakternum hans. Brady Corbet er líka mjög fínn en mér fannst hans karakter bara svo skrítinn og óviðkunnalegur að ég gat ekki alveg haft fulla samúð með honum.

Handritið er vel unnið og það eru mörg áhugaverð og skemmtileg samtöl í myndinni en umframt allt er hún mjög raunveruleg og ég trúði þessu alveg, þetta er ekki bara eitthvað upp úr þurru. Tónlistin er flott og einnig frábært að heyra í Sigur Rós í endaatriðinu sem passar óendanlega vel við. Takan og klipping eru til fyrirmyndar, svolítið artý klipping en aldrei of svo ég missi af söguþræðinum.

Hún er ekki beint mjög graphic í kynlífsatriðunum (engin kynfæri og þannig) en þau eru þó mjög graphic á annan hátt. NC-17 er kannski fullgróft en samt- Bókin sem myndin er byggð á er nefnilega mjög graphic og leikstjórinn fer vel með efnið og lokaútgáfan er ekki bara eitthvað pervertógeð.

Flottir leikarar, myndvinnsla til fyrirmyndar ásamt tónlist. Söguhlið Brian hefði mátt verið betur skrifuð eða fengið minni skjátíma og persónan hans hefði mátt þroskast eitthvað í gegnum myndina (meira en hann gerði). Gott handrit og góð leikstjórn. Mæli með þessari en alls ekki fyrir þá sem höndla ekki ,,öðruvísi'' kynlífsatriði. Hint: Einn er karlhóra. 8/10

Hvað ætli íslenska orðið fyrir graphic sé?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)

UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


SVIPAÐAR MYNDIR

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn