Náðu í appið
Bönnuð innan 14 ára

The Doors 1991

Fannst ekki á veitum á Íslandi

"There are things known and things unknown and in between are The Doors." -- Jim Morrison

140 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 56% Critics
The Movies database einkunn 62
/100

The Doors er mynd sem Oliver Stone gerði til heiðurs rokkhljómsveitinni The Doors sem starfaði á sjöunda áratug síðustu aldar. Myndin er einnig ævisaga söngvara sveitarinnar Jim Morrison. Myndin fjallar um Morrison allt frá því að hann er nemi í kvikmyndagerð í Los Angeles og þar til hann deyr í París í Frakklandi árið 1971, 27 ára að aldri. Val Kilmer... Lesa meira

The Doors er mynd sem Oliver Stone gerði til heiðurs rokkhljómsveitinni The Doors sem starfaði á sjöunda áratug síðustu aldar. Myndin er einnig ævisaga söngvara sveitarinnar Jim Morrison. Myndin fjallar um Morrison allt frá því að hann er nemi í kvikmyndagerð í Los Angeles og þar til hann deyr í París í Frakklandi árið 1971, 27 ára að aldri. Val Kilmer er eftirminnilegur í hlutverki Morrisons og er bæði ótrúlega líkur honum ásamt því að syngja lögin mjög áþekkt og Morrison gerði, en sagt hefur verið að jafnvel eftirlifandi meðlimir The Doors hafi átt erfitt með að heyra muninn. ... minna

Aðalleikarar

Val Kilmer

Jim Morrison

Meg Ryan

Pamela Courson

Kyle MacLachlan

Ray Manzarek

Frank Whaley

Robby Krieger

Kevin Dillon

John Densmore

Michael Wincott

Paul Rothchild

Michael Madsen

Tom Baker

Josh Evans

Bill Siddons

Kathleen Quinlan

Patricia Kennealy

John Densmore

Engineer - Last Session

Sean Stone

Young Jim

Mark Moses

Jac Holzman

Kelly Hu

Dorothy

Crispin Glover

Andy Warhol

Debi Mazar

Whiskey Girl

Phil Fondacaro

Man at Birthday Party

Jennifer Tilly

Okie Girl

Mimi Rogers

Magazine Photographer

Leikstjórn

Handrit


The Doors fjallar um ævi tónlistarmannsins Jim Morrison sem að var einn af þeim bestu sem var í tónlistarbransanum og ferðalagi hans með bandi sínu, The Doors. Við fáum að fylgjast með öllu sem að gerðist á hans stuttu ævi. Allt frá tónlistarferlinum, samböndum hans, öllum vandamálunum sem hann lenti í. Hvort sem það voru eiturlyf, drykkja eða ósiðleg framkoma á sviðinu sem hann var þekktur fyrir. Og alveg til dauðadag hans. Val Kilmer er stórkostlegur í hlutverki Jims og nær hann Jim alveg fullkomlega, enda lagði hann mikið í sitt hlutverk. Meg Ryan er einnig allt í lagi. Stórkostleg mynd úr smiðju Oliver Stone. 4 stjörnur, pottþétt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Eftir að hafa melt þessa mynd í meira en hálft ár hef ég komist að endalegri niðurstöðu um The Doors, nú þar sem ég fékk hana á DVD og hef horft á hana þó nokkuð oft, meðal þess þá varð ég mikill Doors aðdáðandi eftir fyrsta áhorf. Oliver Stone skapaði sjöunda áratuginn á fullkominn hátt, það er ekki hægt að finna betri útfærslu á ´fílinginn´ bakvið þennan tíma, tæknilega séð er myndin í fyrsta flokki jafnvel miðað við nútímann 14 árum síðar. Hinsvegar þá er The Doors ekki endilega sögulega séð rétt mynd, fjallað er auðvitað að langmestu leiti um Jim Morrison, andlitið bakvið The Doors, í myndinni er hann oftast fullur eða í vímu og að eyðileggja allt í kringum sig. Það er ekki beint satt miðað við fólkið sem þekkti hann náið eins og hinir hljómsveitarmeðlimirnir, Ray Manzarec, John Densmore og Robby Krieger. Jim Morrison var talinn mjög gáfaður og indæll en eins og allir hafði hann mjög slæmt tímabil þar sem hann varð alkóhólisti og var á LSD í svolítinn tíma, en ekki eins lengi og bent var á í myndinni. Val Kilmer er svo góður sem Jim Morrison að hann var ekki einu sinni tilnefndur til óskarsverðlauna, hann er bara allt of mikið fyrir óskarinn í The Doors, þessi frammistaða var fullkomin að öllu leiti, ég held að guð sjálfur sé alveg agndofa yfir þessu. Robert Richardson sem ég tel mesta snilling í kvikmyndatöku í dag er ein helsta ástæðan að þú færð þennan 60´s ´fíling´, þessi maður er einhver mesti frumkvöðull í kvikmyndatöku sem hægt er finna, það er ómögulegt fyrir þennan mann að gera ekki snilldarmyndatöku. The Doors er eitt viðhorf á Jim Morrison, og alls ekki endilega rétt viðhorf, myndin er drifin af tónlistinni, bestu lög The Doors koma öll fram í myndinni. Break on Through, Crystal Ship, Dead Cats Dead Rats, Five To One, Backdoor Man, Not to Touch the Earth, Riders on the Storm, Ghost Song, Indian Summer, Strange Days, When the Music is Over, People are Strang, L.A Woman og að lokum lagið sem ég tel vera þeirra langbesta verk, The End. Fyrir Doors aðdáðendur ætti þessi mynd að vera veisla, annars þarf að muna að myndin er ekki öll sannsöguleg, oft þjöppuð, ýkt og uppspunin, þrátt fyrir það þá er þessi mynd geðveik.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er frábær skýrir frá öllu um þessa hljómsveit frá upphafi til enda þeir sem hafa einhvern áhuga á þessari hljómsveit ættu að dýrka þessa mynd og leikurinn hjá Val Kilmer er frábær og reyndar ekki bara hjá honum einum heldur mörgum öðrum í myndini það sem að heillar mann mest er hvernig maður fær að vita hvernig textarnir voru samdir hvernig hann lifði og gerir hann svona stóran hvernig hann yrkir og hvernig áhrif eiturlifin höfðu áhrif á hannog þá í kringum hann og hvernig myndinn er eiginlega bara sírutripp en samt ekki þannig að maður finni allveg fyrir því og enndinn er því allveg skjiljanlegur ef maður kemmst inní myndina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndin Doors,leikstýrt af Oliver Stone,er um snilldar hljómsveitina The Doors eða bara um söngvaran Jim Morrisson sem er eiginlega alltaf í sviðsljósinu og hún hefði bara alveg geta heitið Jim.

Ég fyrirgef næstum því Val kilmer fyrir leik sinn á batman forever því að hann fór nefnilega á kostum.

Allavega,Myndin er um að Jim Morrison(Val Kilmer),söngvara the doors,sem var bara einhver kvikmyndagerða maður í florida árið 1965(held það).

Hann og kvikmyndamaðurinn Ray ákveða einn dag að stofna hljómsveit venga þess a Ray sá góða texta hjá honum Jim og þeir skýra hana The Doors.

Þeir fá gítarleikarann Robby Krieger og trommuleikaran John Desnmore til hljómsveitina og Ray er á hljómborði og Jim syngur.

Samkvæmt myndinni þá samdi Robby lagið Light My Fire.

Eftir að þeir verða meira vinsælir þá verður Jim meiri uppdópaður og heldur meiri framhjá.

Allir í hljómsveitini eða Ray allavega hefur litið á hann sem skemmara og vildi einn tónleikana spila án hans en þeir samþykktu það ekki.

Allt versnar og hann verður alveg snarruglaður og þarf að sitja í rétti fyrir atvikinn(mörgum sinnum hefur það gerst).

Jim fitnar og verður verri og safnar miklu skeggi og hári.

Myndin er ekki fullt hús en samt frábær og á skilið að leikarinn Val Kilmer fái óskarsverðlaunin fyrir leik sinn.

EF þessi mynd er ekki sönn saga þá gefi ég henni hálfa stjörnu.

Takk fyrir


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

27.08.2019

Þetta er í raun hlaðvarpsþáttur í útvarpi

Það getur verið góð skemmtun að hlusta á umræður um kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Einn af þeim þáttum sem í boði eru um þetta efni er á dagskrá útvarpsstöðvarinnar X977 í hádeginu á sunnudögum. Þátturin...

31.10.2016

Nýtt á Netflix í nóvember - The Crown, Adam Sandler og margt fleira

Kvikmyndir.is heldur úti yfirliti yfir allt það nýjasta sem er á leiðinni á Netflix í hverjum mánuði. Nú í nóvember er von á fjölda áhugaverðra titla, bæði sjónvarpsþátta og bíómynda. Við byrjum á bandaríska...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn